Frá: Dómnefnd - Til: Allra

5. október 2024 kl: 10:39 - 1. fundur dómnefndar

Mætt: Garðar Gunnarsson (aðstoðarkeppnisstjóri), Henning Ólafsson (skoðunarmaður), Sigríður Alma Ómarsdóttir (aðstoðarskoðunarmaður), Sigurður Arnar Pálsson (öryggisfulltrúi), Linda Dögg Jóhannsdóttir (dómnefndarmaður), Tryggvi M Þórðarson (formaður dómnefndar)

1. Ari Halldór Hjaltason hefur vegna óviðráðanlegra ástæðna þurft að segja sig frá stöfrum dómnefndar.  Til samræmis við grein 11.9.3.q í Reglubókinni mun dómnefnd ekki skipa þriðja aðila að sinni, en áskilur sér rétt til að gera að síðar.

2. Aðstoðarkeppnisstjóri lagði fram öll leyfi keppninnar sem farið var yfir. 

3.  Samkvæmt upplýsingum frá skoðunarmönnum komust allir keppendur í gegnum keppnisskoðun.  Þó þarf einn keppandi að sýna skoðunarmanni keppnishjálm sinn áður en farið er inná fyrstu sérleið.

4.  Þar sem allar bifreiðar hlutu skoðun staðfestir dómnefnd óbreytta rásröð frá því sem birt var í skjali #4 á upplýsingatöflu keppninnar þann 4. október 2024 jk, 22:58.

Ekki fleira gert.  Fundi slitið 15 mín eftir að hann var settur.