Frá: Dómnefnd - Til: Allra

20. júní 2025 kl: 21:54 - Atvik vegna bifreiða #10 og #32

Keppnisstjóri tilkynnti dómnefnd að tveir keppendur hefðu komið of seint inná tímavarðstöð í upphafi keppni.  Þetta voru bifreiðar #10 og #32,  Bifreið #10 mætti tólf mínútum og seint og bifreið #32 ellefu mínútum of seint.

Grein 4.3.2 í keppnisgreinareglum fyrir rally hljóðar svo:

  • Við upphaf keppni, áfanga eða hluta verður seinni mætingu, sem er sök áhafnar, refstað með 1 mínútu fyrir hverja mínútu sem komið er seint.  Áhöfn sem kemur meira en 10 mínútum of seint, verður vikið úr keppni.

Keppnisstjóri tilkynnti viðkomandi keppendum að þeir hefðu farið yfir tímamörk og þar með vikið úr keppni.

Dómnefnd staðfestir að þar sem bæði bifreið #10 og #32 voru seinar um meira en tíu mínútur í upphafi keppni, þá teljist þær hafa farið yfir tímamörk samkvæmt grein 4.3.2 í keppnisgreinareglum í rally og því vikið úr keppni.

Tryggvi M Þórðarson, formaður
Guðmundur Örn Þorsteinsson
Sigurður Arnar Pálsson