Dómnefnd hefur borist beiðni frá keppanda #3 að hann fái að koma of seint til skoðunar þar sem öxull brotnaði á leiðinni í skoðun. Til samræmis við grein 3.5.2.b í keppnisreglum fyrir rally og eftir samtal við skoðunarmann var samþykkt að leyfa keppenda #3 að koma of seint í skoðun.
Tryggvi M Þórðarson, formaður dómnefndar,
Sigurður Arnar Pálsson,
Guðmundur Örn Þorsteinsson