Beint var til dómnefndar atviki þar sem kom fram að aðstoðarökumaður keppnisbifreiðar hefði ekki verið í belti í stöð á leið út af sérleið, eftir að þeir lentu útaf rétt fyrir endamark og ýttu bifreiðinni inná leið aftur.
Ekki skal deilt um að á sérleið skal aka með belti, hjálma og HANS búnað að viðlagðri brottvísun úr keppni, en hins vegar er það viðurkennt að losa megi um belti er sérleið lýkur.
Í samtölum við starfsmenn á viðkomandi stöð, áhöfn og aðila sem voru á staðnum, var ekki hægt að ákvarða hvort að viðkomandi hafi farið í öryggisbelti er keppnisbifreiðin var komin inn á veginn, en verið búinn að losa sig úr því er að starfsmanni kom, eins og aðstoðarökumaðurinn hélt fram.
Dómnefnd leggur á það mikla áherslu að áhöfn fari ekki af stað eftir að hafa skipt um dekk, gert við keppnisbifreið eða komið henni inná keppnisleið aftur, fyrr en öryggisbelti, hjálmar og HANS búnaður hefur verið festur á viðeigandi máta, sama hversu stutt eða langt er í endamark sérleiðarinnar.
Ákvörðun dómnefndar vegna málsins: Ekkert frekar gert.