Frá: Dómnefnd - Til: Keppnisstjóra og keppenda í unglingaflokki

30. júní 2021 kl: 10:16 - Skjal 21

Fundargerð dómnefndar mánudaginn 28. júní kl. 22.30.

Dómnefnd í KFC Íslandsmót í Rallycrossi 2021 - 3. umferð samþykkir beiðni keppnisstjóra um að birta ný bráðabirgðaúrslit í unglingaflokki, þar sem mannleg mistök urðu til þess að einn keppanda vantar í þau úrslit sem birt voru á upplýsingatöflu keppninnar kl. 18.30 þann 29. júní, sem skjal 19.

Keppnisstjóri skal kynna keppendum í unglingaflokki þessa fyrirætlan.

Ný bráðabirgðaúrslit fyrir unglingaflokk skulu birt á upplýsingatöflu keppninnar kl. 20.00 miðvikudaginn 30. júní, og skal þá hefjast 30 mín. kærufrestur. 

---------------------------------------------------------

Aðalsteinn Símonarson formaður dómnefndar
Sigurður Arnar Pálsson dómnefndarmaður
Þórður Andri McKinstry dómnefndarmaður