Frá: Keppnisstjóra - Til: Allra

21. júlí 2022 kl: 11:29 - Upplýsingaskýrsla 5

Bílaklúbbur Skagafjarðar ákvað að bæta við verðlaunum og verður maður keppninnar valinn eftir daginn.

Dómnefnd fyrir valið samanstendur af 

  • Braga Þórðarsyni
  • Heimi Snæ Jónssyni
  • Heiðu Björg Friðjónsdóttur

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa áhrif á þetta val með öllum tiltækum ráðum ;)

Til að fyrirbyggja allan misskiling þá er orðið maður íslenska tegundarheitið yfir Homo Sapiens og innifelur konur, karla og alls konar fólk.