Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

18. júlí 2023 kl: 20:30 - Staðfesting foreldra / forráðamanna

Þeir keppendur / ökumenn / aðstoðarökumenn sem ekki hafa náð 18 ára aldri þegar keppni fer fram þurfa staðfestingu foreldra / forráðamanna vegna þátttöku sinnar.

Þetta kemur fram í 21. grein Reglugerðar um akstursíþróttir nr. 50/2007 með áorðnum breytingum og grein 5.1.7. í Reglugerð Akís um keppnishald, útg. 3. mars 2023.

Foreldrar/forráðamenn keppenda / ökumanna / aðstoðarökumanna undir 18 ára aldri vinsamlega fyllið út meðfylgjandi form og afhendið undirritað frumrit við keppnisskoðun.

Hala niður viðhengi