Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

25. júlí 2023 kl: 22:40 - Merking sérleiða

Keppnisstjórn hefur nú komið fyrir lokunarskiltum við vegi er tilgreina lokun sérleiða fyrir almennri umferð.

Við upphaf og endi sérleiða hafa verið settar stikur ásamt spray – rönd yfir veginn.  Appelsínugulur litur þýðir að þar er ræst inn á sérleið, þ.e. tímataka hefst.  Blár litur þýðir endir sérleiðar, þ.e. tímatöku lýkur.