Frá: Framkvæmdanefnd - Til: Keppenda

13. ágúst 2023 kl: 18:15 - Glaðheimar

Sérleið um Glaðheima í Kópavogi verður ekin í tvígang í sömu stefnu á Föstudagskvöldinu. Ræst á grænum reit á mynd og endað á rauðum. 

Stefnt er því að fara í hóp-leiðarskoðun á Fimmtudagskvöld 17. ágúst. Nánar ákveðið í samráði við alla keppendur á keppendafundi/keppnisskoðun.

Við biðlum til keppenda að láta orðið berast til áhorfenda að leggja bílum sínum við verslunarhúsnæði í Bæjarlind, ekki við íbúðarblokkir næst keppnissvæðinu.

 

f.h. Framkvæmdanefndar / Magnús Þórðarson

May be an image of map and road