REDNEK Bikarmót í Rallycross 2020
Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2.daga Redneck bikarmóti AÍH.
Keppni fer framm 19-20 september 2020 á Aksturíþróttasvæði AIH keppnisgjald er 25.000 kr og líkur skránigu 17. sept kl 23:59:59
REDNEK Bikarmót 2020
Rednek mótið er minningarmót, haldið til minningar um mann sem hét Gunnar Viðarsson. Gunni var rauðhærður og notaði oft óhefðbundnar aðferðir við úrlausn mála. Lengi var hann kallaður Gunni „Rauði“ en svo breyttist það í Gunni „Rednek“. Gunni Rednek fæddist á Ísafirði 3. ágúst 1980 og lést þann 8. mars 2015 eftir erfið veikindi, húðkrabbamein. Spor Gunna í Íslensku rallýcross-sögunni eru dýpri en spor flestra annarra. Gunni var ástríðufullur keppandi en hann hafði ástríðu fyrir mörgu. Drifkraftur hans og ástríða gerðu hann að þeirri fyrirmynd sem raun ber vitni.
Fengið að láni á https://motorsport.is/2019/10/08/af-hverju-rednek/
Afsláttarkóði fyrir unglinga er Unglingar og eingöngu fyrir keppendur í unglingaflokki
Ef einhver vandamál koma upp í skráningu hafið samband við Lindu - 696-2520 eða varsla@simnet.is
Laugardagurinn 19.september
9.00 Svæðið opnar
10:00 Mætingarfrestur liðinn
10:00 Skoðun hefst
11:00 Tímatökur hefjast
Fundur með keppendum eftir tímatöku
12:00 Starfsmannafundur
12:50 Keppendur gera sig klára fyrir minningarakstur
13:00 Minning
13:20 Keppni hefst
17:00 Fyrri degi lýkur með frágangi
Sunnudagurinn 20.september
10:00 Svæðið opnað
11:00 Mætingarfrestur liðinn
12:00 Fundur með keppendum
12.20 Starfsmannafundur
12:45 Undirbúningur fyrir keppni
13:00 Keppni hefst
15:30 Gert ráð fyrir hléi fyrir útslit
15.45 Úrslitariðlar
17:00 Keppni lokið með frágangi
ATH. Tímasetningar yfir daginn gætu breyst lítilega, fer eftir skráningu hvernig dagurinn gengur
AÍH
Viðburðarstjóri: Linda Dögg Jóhannsdóttir
Öryggisfulltrúi: Ari Halldor Hjaltsson
Skoðunarmaður: Páll Pálsson
Formaður dómnefndar: Kristinn Valgeir Sveinsson
Dómnefnd 1: Þórður Guðni Ingvason
Dómnefnd 2: Malín Brand
Frá: 19. september 2020 kl: 00:00
Til: 20. september 2020 kl: 00:00
Akstursíþróttasvæði AÍH
Lýsing: 850m Malbikuð braut sem er notuð undir:
Hringakstursæfingar
Drift,
Gokart,
Drift,
Mótorhjól,
980m Malbiks og malarbraut sem er notuð undir:
Rallycross,
1000m Motocrossbraut,
Allar nánari upplýsingar um æfingar og opnunartíma brautarinnar eru inni á heimasíðu Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar www.aihsport.is
Rallycross
Skráning hefst: 7. september 2020 kl: 00:00
Skráningu lýkur: 17. september 2020 kl: 23:59
1400 flokkur
2000 flokkur
4x4 Non Turbo
Opinn flokkur
Standard 1000cc flokkur
Unglingaflokkur
Stigagjöf fyrir hvern riðil hér að neðan.
Tvöföld stig eru gefin fyrir úrslitariðil.
1. 20 stig
2. 17 stig
3. 15 stig
4. 13 stig
5. 11 stig
6. 10 stig
7. 9 stig
8. 8 stig
9. 7 stig
10. 6 stig
11. 5 stig
12. 4 stig
13. 3 stig
14. 2 stig
15. 1 stig
Hanna Rún Ragnarsdóttir og Arna Rán Arnarsdóttir sjá um stigagjöf og útreikning.
Stigagjöf fyrir hvern riðil hér að neðan.
Tvöföld stig eru gefin fyrir úrslitariðil.
1. 20 stig
2. 17 stig
3. 15 stig
4. 13 stig
5. 11 stig
6. 10 stig
7. 9 stig
8. 8 stig
9. 7 stig
10. 6 stig
11. 5 stig
12. 4 stig
13. 3 stig
14. 2 stig
15. 1 stig
Vegna forfalla hjá Páli Pálssyni tekur Rúnar Sigurjónsson við sem skoðunarmaður
Kristinn V. Sveinsson sem skráður er formaður dómnefndar forfallast og í hans stað kemur Valdimar Jón Sveinsson inn sem formaður dómnefndar.
Keppnisstjóri á 2 börn í keppninni, ef upp koma mál tengd þeim kemur aðstoðarkeppnisstjóri Berglind Björnsdóttir að þeirra málum
SÉRREGLUR Rednek bikarmót 2020
GREIN 1 KEPPNIN
1.1 Keppnin heitir Rednek bikarmót 2020.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir Rallycross og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram á Akstursíþróttasvæði AÍH
850m Malbikuð braut sem er notuð undir: Hringakstursæfingar Drift, Gokart, Drift, Mótorhjól, 980m Malbiks og malarbraut sem er notuð undir: Rallycross, 1000m Motocrossbraut, Allar nánari upplýsingar um æfingar og opnunartíma brautarinnar eru inni á heimasíðu Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar www.aihsport.is
, þann 19. september 2020 kl: 00:00 til 20. september 2020 kl: 00:00.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður eða takmarkanir vegna Covid-19.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 10 skráningar.
GREIN 2 KEPPNISHALDARI
2.1 Keppnishaldari er Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar,
GREIN 3 FRAMKVÆMDANEFND
3.1 Framkvæmdanefnd skipa <Stjórn RCA klúbbs AÍH >.
3.2 Framkvæmdanefnd er til heimilis í <Rallycrossbrautin >.
GREIN 4 KEPPNISSVÆÐIÐ
GREIN 4.1 BRAUTIN
4.1.1 Brautin hefur gilda gerðarvottun sem hæfir þeim flokki sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.2 Ekið verður Réttsælis um brautina fyrri daginn og rangsælis seinni
4.1.3 Brautin er 850 metra löng
GREIN 5 SKRÁNING
5.1 Enginn hámarksfjöldi er settur á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppni.
5.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
5.3 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.akis.is.
5.4 Skráningu lýkur þann 2020-09-17 23:59:00.
5.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
5.6 Almennt keppnisgjald (skráningargjald) er kr. 25000 (unglingaflokkur greiðir 10000) og felur það í sér:
5.6.a þátttökurétt í keppninni;
5.6.b keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS, ef við á;
GREIN 6 TRYGGINGAR
6.1 Öll skráningarskyld ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu.
6.2 Óskráð ökutæki eru ábyrgðartryggð á vegum keppnishaldara.
6.2 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
GREIN 7 KEPPNIS- OG ÖKUSKÍRTEINI
7.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
7.1.a Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
7.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.
GREIN 8 TÍMATÖKUSENDIR
8.1 Öll ökutæki skulu bera virkan MyLaps tímatökusendi fyrir bíla á meðan á keppni stendur.
8.1.a Keppendur sem eiga ekki slíkan búnað geta leigt hann af keppnishaldara á 3000kr, pr. keppni
8.2 Það er á ábyrgð keppanda að koma tímatökusendinum fyrir á ökutæki sínu og tryggja að hann virki og falli ekki af því á meðan á keppni stendur.
8.3 Falli tímatökusendir af ökutæki eða hætti hann að virka er yfirstandandi tímatöku lokið hjá því ökutæki.
GREIN 9 RÆSING
GREIN 9.1 ALMENNT
9.1.1 Öll ökutæki skráð til keppni fá að ræsa.
GREIN 10.2 TÍMASETNINGAR OG HÖGUN
10.2.1 Ræsing fer fram á eftirfarandi tímum og með tilgreindri högun:
10.2.1.a Tímatökur Kl:10:30 Ræst á ferð án fylgdarbíls.
10.2.1.b Ræsing í fyrsta riðil 13:00 Ræst úr kyrrstöðu
GREIN 11 SKYLDUR KEPPENDA OG ÖKUMANNA
11.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma sem auglýstur er í dagskrá og sitja hann allan.
11.1.a Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
11.2 Keppendur og ökumenn skulu þekkja og virða reglur um merkjagjöf í viðauka H við Reglubók FIA, grein 11.5.
11.3 Upplýsingatafla keppninnar verður staðsett á skráningarsíðu akís . Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til allra sem mál varða þar til keppni lýkur.
11.4 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
11.4.a Kærugjald og annar kostnaður því tengt ræðst af gjaldskrá AKÍS sem er aðgengileg á vef AKÍS.
11.4.b Kærugjald skal greitt til dómnefndar sem veitir því viðtöku fyrir hönd AKÍS.
11.5 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
11.5.a Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
11.5.b Reglur AKÍS um dróna.
GREIN 13 ÚRSLIT
12.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um kappakstur.
12.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
12.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og tímatökulið hefur tekið þau saman og búið til birtingar.
12.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur lokið störfum.
GREIN 13 VERÐLAUN
13.1 Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í lokaúrslitum í hverjum flokki.
GREIN 14 EMBÆTTISMENN OG STARFSMENN
GREIN 14.1 DÓMNEFND
14.1.1 Dómnefnd skipa Kristiin V.Sveinsson, sem jafnframt er formaður hennar, Þórður Guðni Ingvason og Malín Brand
GREIN 14.2 HELSTU STARFSMENN
14.2.1 Keppnisstjóri er Linda Dögg Jóhannsdóttir.
14.2.2 Skoðunarmaður er Páll Pálsson.
14.2.3 Öryggisfulltrúi er Ari Halldor Hjaltsson.
14.2.4 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni þar sem gert er ráð fyrir að kalla til sjúkrabíl komi upp atvik sem krefjast sérhæfðrar sjúkra- eða læknisaðstoðar við keppendur, ökumenn, starfsfólk eða áhorfendur.
Á svæðinu verður sjúkraliði sem sinnir fyrstu hjálp
14.2.4.a Almenn verkefni sem telja mætti eðlilegt að sjúkrafulltrúi annaðist falla undir öryggisfulltrúa.
14.2.5 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
GREIN 14.3 HLUTVERK ÖRYGGISFULLTRÚA
14.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
14.3.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
14.3.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
14.3.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild eiga að slysi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
14.3.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
GREIN 15.4 HLUTVERK UMHVERFISFULLTRÚA
14.4.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgegni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
GREIN 14.5 STAÐREYNDADÓMARAR
14.5.1 Nöfn og staða staðreyndadómara verða birt á upplýsingatöflu keppninnar.
Standard 1000 flokkur:
Eindrifsbílar með vél undir 1050ccm, hámarksþyngd 1300kg.
1400 FLOKKUR
Ökutæki með drif á einum öxli, slagrými vélar undir 1450 rúmsentimetrum og hámark 100 hestöfl
2000ccm flokkur:
Eindrifsbílar með vél undir 2080ccm, hámarksþyngd 1300kg.
4wd non turbo
Fjórhjóladrifsbílar undir 1300kg, vélarstærð hámark 2500ccm.
Opinn flokkur:
Ökutæki 0 – 1400 kg, á ráslínu með ökumanni, sérsmíðuð farartæki, allt leyfilegt svo framarlega sem það stenst öryggiskröfur. Með möguleika á skiptingu við miðju.
Unglingaflokkur:
0 – 1600ccm, bifreiðar með drif á einum öxli.
Reglur í Rallycross fyrir árið 2020 má finna hér http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/02/Rallycross-reglur-2020.pdf
Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við Lindu S: 696-2520
Skipuleggjandi: AÍH
Keppnisgjald: 25000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 500 kr.-
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Arnar Már Árnason | AÍH | 162 |
2 | Sindri Már Axelsson | AÍH | 151 |
3 | Tryggvi Ólafsson | AÍH | 140 |
4 | Kristján Örn Aðalbjörnsson | AÍH | 119 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Vikar Karl Sigurjónsson | AÍH | 172 |
2 | Ívar Örn Smárason | BÍKR | 147 |
3 |
Arnar Freyr Viðarsson
Aðst: Felix Viðar Guðmundsson |
AÍH AÍH |
137 |
4 | Birgir Kristjánsson | AÍH | 104 |
5 | Zilvinas Kauneckas | BÍKR | 97 |
6 | Sigurbjörg Björgvinsdóttir | AÍH | 0 |
7 | Hilmar B Þràinsson | AÍH | 0 |
8 | Rúnar L. Ólafsson | KK | 0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Alexander Lexi Kárason | AÍH | 177 |
2 | Agnar Freyr Ingvason | AÍH | 139 |
3 | Ólafur Tryggvason | AÍH | 106 |
4 | Þórður Andri McKinstry | AÍH | 97 |
5 | Kristófer Fannar Axelsson | AÍFS | 93 |
6 | kristinn Einarsson | AÍH | 92 |
7 | Þröstur Jarl Sveinsson | AÍH | 82 |
8 | Hörður Darri McKinstry | AÍH | 64 |
9 | Þorvaldur Smári McKinstry | AÍH | 0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Steinar Nòi kjartansson | AÍH | 165 |
2 | Atli Jamil Ásgeirsson | AÍH | 128 |
3 | Gedas Karpavicius | BÍKR | 128 |
4 | Erlendur Örn Ingvason | AÍFS | 111 |
5 | Konrad Kromer | AÍH | 91 |
6 | viðar finnson | AÍH | 89 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Alexander Már Steinarsson | AÍH | 173 |
2 | Hilmar Pétursson | AÍFS | 148 |
3 | Arnar Elí Gunnarsson | AÍFS | 133 |
4 | Andri Svavarsson | AÍFS | 114 |
5 | Magnús Vatnar Skjaldarson | AÍH | 92 |
6 | Kristinn Snær Sigurjónsson | AÍH | 90 |
7 | Guðríður Ósk Steinarsdóttir | AÍH | 70 |
8 | Sigurður Steinar Aðalbjörnsson | AÍH | 67 |
9 | Heiða Karen Fylkisdóttir | AÍH | 65 |
10 | Þorsteinn Grétar snorrason | AÍFS | 62 |
11 | Kristján Karl Ingólfsson | AÍFS | 39 |
12 | Rakel Ósk Einarsdóttir | AÍH | 38 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Óliver Örn Jónasson | AÍH | 164 |
2 | Emil Þór Reynisson | AÍH | 155 |
3 | Jóhann Ingi Fylkisson | AÍH | 149 |
4 | Júlían Aðils Kemp | AÍH | 109 |
5 | Guðni Steinar Guðmundsson | AÍH | 103 |
6 | Rakel Ósk Árnadóttir | AÍFS | 85 |
7 | Bergþóra Káradóttir | AÍFS | 81 |