Kvartmíluklúbburinn heldur 2. umferð Íslandsmóts í kvartmílu 2021 á kvartmílubraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 12. júní 2021.
Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:
Bílar
Bracket (BR)
Standard street (SS)
Street (ST)
True street (TS)
Heavy street (HS)
Limited street (LS)
Door Slammer (DS)
Opinn flokkur (OF)
Mótorhjól
Götuhjól undir 700cc (G-)
Götuhjól yfir 700cc (G+)
Breytt götuhjól (B)
Opinn flokkur (O)
Ekki er ræst í riðlum í þessari keppni.
Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1. og 2. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.
Dagskrá keppninnar verður sem hér segir:
09:00 Mæting keppenda
09:15 Skoðun hefst
10:00 Pittur lokar
10:30 Skoðun lýkur
10:45 Keppendafundur
11:15 Tímataka
13:30 Tímatöku lýkur
14:00 Keppni
16:15 Lokaúrslit birt
KK
Viðburðarstjóri: Ingimundur Helgason
Öryggisfulltrúi: Baldur Gíslason
Skoðunarmaður: Kjartan Viðarsson
Formaður dómnefndar: Tryggvi Magnús Þórðarson
Dómnefnd 1: Baldvin Hansson
Dómnefnd 2: Sigurjón Andersen
12. júní 2021 kl: 11:15
Kvartmílubrautin
Lýsing: 1/4 míla
Kvartmíla
Íslandsmeistaramót - 2. umferð
Skráning hefst: 27. maí 2021 kl: 00:00
Skráningargjald: 10000 kr.-
Skráningargjald hækkar 6. júní 2021: 13000 kr.-
Skráningu lýkur: 9. júní 2021 kl: 23:00
BRACKET
DS flokkur
HS
MSÍ- mótorhjól Breytt götuhjól (B)
MSÍ- mótorhjól Opinn flokkur (O)
MSÍ-mótorhjól Götuhjól (+G)
MSÍ-mótorhjól Götuhjól (-G)
OF flokkur
SS
ST
TS
1.1 Keppnin heitir Íslandsmót í kvartmílu 2021 - 2. umferð.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir spyrnu og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram á kvartmílubraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 12. júní 2021 kl: 11:15.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema ef ekki viðrar til aksturs að mati keppnisstjóra, dómnefndar eða öryggisfulltrúa eða ef til koma Force Majeure aðstæður.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 5 skráningar.
1.5.1 Ekki er keppt í tilteknum keppnisflokki nema að lágmarki 3 skráningar berist fyrir hann.
2.1 Keppnishaldari er Kvartmíluklúbburinn (KK), til heimilis að Pósthólfi 16, 222 Hafnarfirði.
3.1 Framkvæmdanefnd skipa Ingimundur Helgason og Baldvin Hansson.
3.2 Framkvæmdanefnd hefur aðsetur í félagshúsnæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði.
4.1.1 Brautin hefur gilda gerðarvottun sem hæfir þeim flokkum sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.2 Brautin er ekin frá vestri til austurs.
4.1.3 Brautin er:
4.1.3.a 402 metra (1320 fet) löng í kvartmílu.
4.1.3.b 201 metra (660 fet) löng í áttungsmílu.
4.2.1 Veiturafmagn (230 volt AC) er að jafnaði í boði en framboð tengla er takmarkað.
5.1.1 Keppt verður í eftirtöldum flokkum ökutækja sem hæfa gerðarsamþykki brautarinnar:
5.1.1.a Bílar
5.1.1.a.i Bracket (BR)
5.1.1.a.ii Standard street (SS)
5.1.1.a.iii Street (ST)
5.1.1.a.iv True street (TS)
5.1.1.a.v Heavy street (HS)
5.1.1.a.vi Limited street (LS)
5.1.1.a.vii Door Slammer (DS)
5.1.1.a.viii Opinn flokkur (OF)
5.1.1.b Mótorhjól
5.1.1.b.i Götuhjól undir 700cc (G-)
5.1.1.b.ii Götuhjól yfir 700cc (G+)
5.1.1.b.iii Breytt götuhjól (B)
5.1.1.b.iv Opinn flokkur (O)
5.1.2 Ökutæki sem standast öll skilyrði þess flokks sem þau eru skráð í eru gjaldgeng í keppninni.
6.1 Engin takmörk eru sett á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppni.
6.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
6.3 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.akis.is.
6.4 Almennri skráningu lýkur þann 6. júní kl. 23:00 og eftirskráningu lýkur þann 9. júní 2021 kl. 23:00
6.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
6.6 Keppnisgjald er kr. 10.000 í almennri skráningu og kr. 13.000 í eftirskráningu.
6.7 Skráning og greiðsla keppnisgjalds felur í sér:
6.7.1 þátttökurétt í keppninni;
6.7.2 keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS, ef við á.
7.1 Öll ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu.
7.2 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
8.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
8.1.1 Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
8.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.
8.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
8.3.1 Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
9.1 Keppnisnúmeri keppanda er úthlutað af keppnishaldara og birt á upplýsingatöflu keppninnar.
9.2 Keppnisnúmer skal vera staðsett á ökutæki og skal það vera:
9.2.1 staðsett á ökutækjum í bílaflokkum í afturrúðu að ofanverðu horni bílstjóramegin;
9.2.2 staðsett á ökutækjum í mótorhjólaflokkum að framan;
9.2.3 í hvítum lit, eða því sem næst;
9.2.3 að lágmarki 8 cm að hæð.
9.3 Keppendum er frjálst að útvega eigin keppnisnúmeramerkingar.
9.4 Um auglýsingar á ökutækjum gilda reglur AKÍS og reglur og lög landsins.
10.1.1 Öll ökutæki skráð til keppni fá að ræsa.
10.2.1 Ræsing fer fram á eftirfarandi tímum og með tilgreindri högun:
10.2.1.a Tímataka klukkan 11:15. Ræst úr kyrrstöðu.
10.2.1.c Útsláttarkeppni klukkan 14:00. Ræst úr kyrrstöðu.
GREIN 10.3 RÖÐ OG AFSTAÐA ÖKUTÆKJA VIÐ RÆSINGU
10.3.1 Keppnisstjóri ákveður röð ökutækja / keppnisflokka við ræsingu.
10.3.2 Vél ökutækja skal í öllum tilfellum vera í gangi við ræsingu.
10.3.3 Uppröðun að loknum tímtökum er skv. "second chance" fyrirkomulagi í öllum flokkum nema OF en þar er notast við hreinan útslátt.
11.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma og stað sem auglýstur er í dagskrá eða á upplýsingatöflu, og sitja hann allan.
11.1.1 Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
11.2 Upplýsingatafla keppninnar er rafræn og aðgengileg á vefnum á slóðinni http://nn.is/Ho5q6.
11.2.1 Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til þeirra þar til keppni lýkur.
11.3 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
11.4 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
11.4.1 Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
11.4.2 Reglur AKÍS um dróna.
12.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um spyrnu.
12.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
12.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og tímavörður hefur tekið þau saman.
12.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur lokið störfum.
13.1 Verðlaun verða veitt, í öllum flokkum, fyrir 1. og 2. sæti í lokaúrslitum.
14.1.1 Dómnefnd skipa Tryggvi Magnús Þórðarson, sem jafnframt er formaður hennar, Baldvin Hansson og Sigurjón Andersen.
14.2.1 Keppnisstjóri er Ingimundur Helgason.
14.2.2 Skoðunarmaður er Kjartan Viðarsson.
14.2.3 Öryggisfulltrúi er Baldur Gíslason.
14.2.4 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni þar sem gert er ráð fyrir að kalla til sjúkrabíl komi upp atvik sem krefjast sérhæfðrar sjúkra- eða læknisaðstoðar við keppendur, ökumenn, starfsfólk eða áhorfendur.
14.2.4.a Almenn verkefni sem telja mætti eðlilegt að sjúkrafulltrúi annaðist falla undir öryggisfulltrúa.
14.2.5 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
14.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
14.3.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann
þörf á því.
14.3.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
14.3.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild eiga að slysi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
14.3.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
14.4.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgengni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
Skipuleggjandi: KK
Keppnisgjald: 13000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 500 kr.-
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Stefán Kristjánsson | KK | 115 |
2 | Rudolf Johannsson | BKH | 96 |
3 | Guðmundur Þór Jóhannsson | KK | 74 |
4 | Ari Jóhannsson | BKH | 73 |
5 | Finnbjörn Kristjánsson | KK | 52 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Elmar Þór Hauksson | KK | 10 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Björn Sigurbjörnsson | AÍFS | 115 |
2 | Grimur Helguson | KK | 96 |
3 | Jón H Eyþórsson | KK | 74 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Guðmundur Alfreð Hjartarson | KK | 116 |
2 | Davið Þór Einarsson | KK | 95 |
3 | Hákon Heiðar Ragnarsson | BA | 73 |
4 | Tryggvi Snær Friðjónsson | BA | 72 |
5 | Guðjón Ragnarsson | BA | 54 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Ingi Óþekktarormur Sigurðsson | KK | 10 |
2 | Erla Sigríður Sigurðardóttir | AÍNH | 10 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Stefán Hjalti Helgason | KK | 116 |
2 | Ingólfur Arnarson | KK | 94 |
3 | Leifur Rósinbergsson | KK | 75 |
4 | Harry Þór Hólmgeirsson | KK | 73 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Bjarki Hlynsson | KK | 115 |
2 |
Örn ingimarsson
Aðst: Ingimar Baldvinsson |
KK KK |
93 |
3 | Halldór Helgi Ingólfsson | KK | 81 |
4 | Jón Stefán Þórðarson | KK | 69 |
5 | Ómar Örn Kristófersson | KK | 57 |
6 | Árni Már Kjartansson | KK | 0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Hilmar Jacobsen | KK | 116 |
2 | Harry Samúel Herlufsen | KK | 95 |
3 | Hafsteinn Valgarðsson | KK | 79 |
4 | Grétar Örn Karlsson | KK | 67 |
5 | Ingimar Baldvinsson | KK | 58 |