Kvartmíluklúbburinn heldur 3. umferð Íslandsmóts í kappakstri 2023 á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 2. júlí 2023.
Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:
FORMULA 1000 flokkur
Standard 1000 flokkur
Fólksbílaflokkur
Kappaksturbílaflokkur
Ræst er í riðlum í þessari keppni.
Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.
Dagskrá keppninnar verður sem hér segir (með fyrirvara um óvæntar uppákomur):
09:00 Pittur opnar / mæting keppenda
09:15 Skoðun hefst
10:00 Pittur lokar
10:30 Skoðun lýkur
10:30 Keppendafundur
14:15 Tímataka
14:45 Fyrri keppnislota
16:05 Seinni keppnislota
16:45 Verðlaunaafhending
17:15 Lokaúrslit birt
KK
Viðburðarstjóri: Baldvin Hansson
Öryggisfulltrúi: Sigfús B Sverrisson
Skoðunarmaður: Valgeir Hugberg Geirmundsson
Formaður dómnefndar: Aðalsteinn Símonarson
Dómnefnd 1: Andreas Boysen
Dómnefnd 2: Sigurjón Andersen
2. júlí 2023 kl: 14:15
Hringakstursbraut KK
Lýsing: 2412 metrar
Kappakstur
Íslandsmeistaramót - 3. umferð
Skráning hefst: 16. júní 2023 kl: 00:00
Skráningu lýkur: 29. júní 2023 kl: 23:00
Fólksbílaflokkur
Formula 1000 flokkur
Kappakstursbílaflokkur
Standard 1000 flokkur
Upplýsingatafla keppninnar er rafræn. Hún er aðgengileg á vefnum á slóðinni: http://nn.is/Dy28S
Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til allra sem mál varða þar til keppni lýkur.
SÉRREGLUR 3. umferðar Íslandsmóts í kappakstri 2023
1.1 Keppnin heitir 3. umferð Íslandsmóts í kappakstri 2023.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir kappakstur og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 2. júlí 2023.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 5 skráningar.
2.1 Keppnishaldari er Kvartmíluklúbburinn (KK), til heimilis að Pósthólfi 16, 222 Hafnarfirði.
3.1 Framkvæmdanefnd skipa Gunnlaugur Jónasson, Baldvin Hansson og Ingimundur Helgason.
3.2 Framkvæmdanefnd er til heimilis í félagshúsnæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði.
4.1.1 Brautin hefur gilda gerðarvottun sem hæfir þeim flokki sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.2 Ekið verður rangsælis um brautina.
4.1.3 Brautin er um það bil 2412 metra löng.
4.2.1 Pittstjóri stýrir aðgangi að pitti, niðurröðun og öðru sem þurfa þykir á pittsvæði.
4.3.1 Parc Fermé er staðsett við pittsvæði, afmarkað með rauðum keilum.
4.3.2 Ökutæki sem tekur þátt í úrslitum skal ekið af ökumanni þess beint í Parc Fermé þegar síðustu ferð lýkur.
4.3.2.a Ökutæki sem lýkur keppni án þess að klára úrslitaferð er heimilt að aka beint í pittstúku.
4.3.3 Ökutæki skulu vera í Parc Fermé í að minnsta kosti 30 mínútur eftir birtingu bráðabirgðaúrslita eða þar til dómnefnd ákveður að þau megi yfirgefa svæðið.
4.3.4 Viðgerðir og eldsneytisáfylling eru ekki heimilar í Parc Fermé.
5.1.1 Keppt verður í þeim flokkum ökutækja sem í boði eru samkvæmt keppnisgreinareglum, berist að minnsta kosti 3 skráningar í viðkomandi flokk.
5.1.1.a Keppnisstjóra er heimilt að keyra marga flokka samtímis.
5.1.2 Ökutæki sem standast öll skilyrði þess flokks sem þau eru skráð í eru gjaldgeng í keppninni.
6.1 Enginn hámarksfjöldi er settur á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppni.
6.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
6.3 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.akis.is.
6.4 Skráningu lýkur þann 28. júní 2023 klukkan 23:00.
6.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
6.6 Keppnisgjald (skráningargjald) er kr. 16.000 og felur það í sér:
6.6.a þátttökurétt í keppninni;
6.6.b keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS, ef við á;
6.6.c afnot af virkum tímatökusendi sem hentar í keppnina.
7.1 Öll skráningarskyld ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu (keppnisviðauki fyrir kappakstur við venjulega tryggingu).
7.2 Óskráð ökutæki eru ábyrgðartryggð á vegum keppnishaldara.
7.3 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
8.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011 með áorðnum breytingum.
8.1.a Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og reglur AKÍS eða landslög og reglur leyfa.
8.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.
8.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
8.3.a Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
9.1 Keppnisnúmeri keppanda er úthlutað af keppnishaldara.
9.1.a Hafi keppandi fengið keppnisnúmeri úthlutað af AKÍS verður það númer notað af keppnishaldara ef keppandi óskar eftir því við skráningu.
9.2 Keppnisnúmer skal vera staðsett á öllum fjórum hliðum ökutækis og skal það vera:
9.2.a í Pantone 803 C lit, eða því sem næst;
9.2.b í Arial Narrow Bold letri, eða því sem næst, með hefðbundnu hlutfalli hæðar og víddar hvers tölustafs;
9.2.c í framrúðu, farþegamegin að ofanverðu, lágmark 15 cm að hæð;
9.2.d í hliðarrúðum að aftan, hægra- og vinstra megin, lágmark 20 cm að hæð;
9.2.e í afturrúðu, bílstjóramegin að ofanverðu, lágmark 15 cm að hæð.
9.3 Keppendum er frjálst að útvega eigin keppnisnúmeramerkingar en einnig er hægt að kaupa þær af keppnishaldara.
9.3.a Panta þarf keppnisnúmeramerki hjá keppnishaldara í síðasta lagi 4 dögum fyrir keppnisdag.
9.4 Um auglýsingar á ökutækjum gilda reglur AKÍS, Reglubókar FIA og reglur og lög landsins.
9.5 Keppnishaldara er heimilt að setja auglýsingu undir hliðarrúðu á báðum framhurðum ökutækis sem er allt að 12 cm há og jafn breið og hurðin.
9.6 Heimilt er að setja auglýsingaborða efst á framrúðu hann má þó ekki vera hærri en svo að ökumaður haldi óskertu og öruggu útsýni til aksturs.
10.1 Öll ökutæki skulu bera virkan MyLaps tímatökusendi fyrir bíla á meðan á keppni stendur.
10.1.a Afnot af tímatökusendi er innifalið í skráningargjaldi keppninnar.
10.1.b Afsláttur af skráningargjaldi að upphæð kr. 3.000 er veittur keppanda sem notar eigin tímatökusendi - afsláttarkóðinn MYLAPS veitir afsláttinn við skráningu.
10.2 Það er á ábyrgð keppanda að koma tímatökusendinum fyrir á ökutæki sínu og tryggja að hann virki og falli ekki af því á meðan á keppni stendur.
10.3 Falli tímatökusendir af ökutæki eða hætti hann að virka er heimilt að fella niður úrslit viðkomandi í yfirstandandi frjálsri æfingu, tímatökuæfingu eða keppnislotu.
11.1.1 Öll ökutæki sem skráð eru til keppni og standast keppnisskoðun fá að ræsa.
11.2.1 Ræsing fer fram á eftirfarandi tímum og með tilgreindri högun:
11.2.1.a Tímatökuæfing klukkan 14:15 í 10 mínútur. Ræst á ferð án fylgdarbíls.
11.2.1.b Fyrri kappaksturslota klukkan 14:45. Ræst úr kyrrstöðu.
11.2.1.c Seinni kappaksturslota klukkan 16:05. Ræst úr kyrrstöðu.
11.3.1 Keppnisstjóri ákveður röð ökutækja við ræsingu á frjálsri æfingu og tímatökuæfingu.
11.3.2 Röð ökutækja við ræsingu fyrri kappaksturs ræðst af tímum á tímatökuæfingu, hraðasta ökutæki ræsir fremst, næst hraðasta næst fremst og svo koll af kolli.
11.3.3 Röð ökutækja við ræsingu seinni kappaksturs er öfug röð úrslita fyrri kappaksturs fyrir sæti 1-10 og óbreytt röð fyrir sæti 11 og upp úr.
11.3.4 Í fyrri og síðari kappakstri er ökutækjum raðað í tvær raðir á miðri braut, vinstri röð við ráslínu og hægri röð um það bil einni og hálfri.. bíllengd aftar. Á milli raðana skulu vera um það bil tvær bílbreiddir.
11.3.5 Vél ökutækja skal í öllum tilfellum vera í gangi við ræsingu.
12.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma sem auglýstur er í dagskrá og sitja hann allan.
12.1.a Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
12.2 Keppendur og ökumenn skulu þekkja og virða reglur um merkjagjöf í viðauka H við Reglubók FIA, grein 2.5.
12.3 Upplýsingatafla keppninnar er rafræn á vefnum. Hún er aðgengileg á slóðinni http://nn.is/j9L5H - Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til allra sem mál varða þar til keppni lýkur.
12.4 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
12.4.a Kærugjald og annar kostnaður því tengt ræðst af gjaldskrá AKÍS sem er aðgengileg á vef AKÍS.
12.5 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
12.5.a Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
12.5.b Reglur AKÍS um dróna.
13.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir kappakstur.
13.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
13.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og tímatökulið hefur tekið þau saman og búið til birtingar.
13.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur lokið störfum.
14.1 Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í lokaúrslitum í hverjum eknum flokki.
14.2 Verðlaun verða veitt um leið og bráðabirgðaúrslit liggja fyrir með fyrirvara um breytingar þegar lokaúrslit verða birt.
14.2.a Verðlaunahafar 1., 2. og 3. sætis munu þurfa að gefa eftir, án eftirmála, veitt verðlaunasæti með öllum þeim réttindum og fríðindum eða verðlaunagripum sem því fylgja, komi til þess að lokaúrslit endurspegli ekki bráðabirgðaúrslit.
15.1.1 Dómnefnd skipa Aðalsteinn Símonarson, sem jafnframt er formaður hennar, Andreas Boysen og Sigurjón Andersen.
15.2.1 Keppnis- og brautarstjóri er Baldvin Hansson.
15.2.2 Skoðunarmaður er Valgeir Hugberg Geirmundarson.
15.2.3 Öryggisfulltrúi er Sigfús B. Sverrisson.
15.2.4 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni þar sem gert er ráð fyrir að kalla til sjúkrabíl komi upp atvik sem krefjast sérhæfðrar sjúkra- eða læknisaðstoðar við keppendur, ökumenn, starfsfólk eða áhorfendur.
15.2.4.a Almenn verkefni sem telja mætti eðlilegt að sjúkrafulltrúi annaðist falla undir öryggisfulltrúa.
15.2.5 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
15.3.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgegni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
15.4.1 Nöfn og staða staðreyndadómara verða birt á upplýsingatöflu keppninnar.
Skipuleggjandi: KK
Keppnisgjald: 14000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 500 kr.-
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Bragi Þór Pálsson | KK | 53 |
2 | Guðmundur Örn Kærnested | KK | 30 |
3 | Örn Þ. Kjærnested | KK | 30 |
4 | Einar Gunnarsson | KK | 30 |
5 | Ingi Þór Aðalsteinsson | KK | 0 |
6 | Guðbergur Ástvaldsson | KK | 0 |
7 | Gunnlaugur Jónasson | KK | 0 |