Laugardaginn 5. ágúst kl. 15.00 verður traktorstorfæra haldin um verslunarmannahelgina á Flúðum í drullupittinum við laxá.
14:00 Keppnistraktorar skulu vera mættir í pitt, skoðun hefst.
15:00 Keppni Hefst
AÍNH
Viðburðarstjóri: Kári Rafn Þorbergsson
Öryggisfulltrúi: Styrmir Grétarsson
Skoðunarmaður: Hafsteinn Kristinsson
Formaður dómnefndar: Ingibjörg Jónína Steinarsdóttir
Dómnefnd 1: Sigurður Haukur Einarsson
Dómnefnd 2: Helga Katrín Stefánsdóttir
5. ágúst 2023 kl: 15:00
Laxá við Flúðir
Lýsing:
Traktoratorfæra
Skráning hefst: 14. júlí 2023 kl: 07:00
Skráningu lýkur: 4. ágúst 2023 kl: 12:00
Dráttarvél
1. Traktorar mega vera allt að 50 hestöfl frá framleiðanda og skal vera með eins mótor og kemur í traktornum frá framleiðanda. Ekki má fjölga strokkum.
2. Keppendur eru ábyrgir fyrir því að hafa kynnt sér reglur keppninnar fyrir keppni.
3. Keppendur skulu hafa gilt ökuskírteini, keppnisskítreini og félagsskírteini í viðurkenndu aksturíþróttarfélagi. Vilji aðili undir 18. ára keppa skal hann hafa undirskrifað leyfi frá foreldrum sínum.
4. Keppendur skulu hafa hjálm af viðurkenndri gerð og óskemmdan.
5. Keppandi skal vera í eldtefjandi galla, leyfilegt er að nota kart galla eða rafsuðugalla, með stroffum á höndum og fótum.
6. Skylda er að vera með kraga og hanskar æskilegir.
7. Belti skal vera 4 eða 5 punkta belti.
8. Stóll skal vera tryggilega festur og óskemmdur. Körfustóll er æskilegur.
9. Veltibúr skal vera í lagi og ná að lágmarki 10cm fyrir ofan hjálm. Aftari bogi í búri skal vera aðalbogi og skal hann vera með krossi og stífum fram í fremri boga. Lágmarkskröfur um styrk röra í búri eru að þau séu heildregin, og lágmarksþvermál sé 45mm með 2,5mm veggjarþykkt. Til vara má notast við samsvarandi rör með 50mm þvermáli og 2,0mm veggjarþykkt. Festiplatti skal vera að lágmarki 140 x 140mm og 4 mm að þykkt. Platti skal vera festur með að lágmarki 10mm, 8.8 boltum. Séu auka styrkingar soðnar í orginal hús skal setja styrkingarplötur að lágmarki 140 x 140mm og 3 mm þykkt þar sem styrking kemur við. Skoða skal sérstaklega festingar húsa við traktor gagnvart tæringu eða styrkleikamissis Veltibúr skal vera fest í grind traktors.
10. Neyðarádrepari skal vera í traktor ef slys skyldi bera að höndum.
11. Bannað er að vera með farþega í keppni.
12. Æskilegt er að nota fótolíugjöf í keppni ef handolíugjöf er notuð verður hún að slá út þegar henni er sleppt.
13. Öll umferð vélknúinna tækja utan keppnistraktora og þjónustutækja keppnishaldara er bönnuð í viðgreðarsvæði (pitt) og áhorfendasvæði.
14. Meðferð áfengis á keppnissvæði/pittsvæði er bönnuð á meðan keppni stendur. Þá eru reykingar og bannaðar á keppnis og viðgerðarsvæðum.
15. Traktorar skulu vera búnir krók að framan með að minnsta kosti 1.meters löngum kaðli og skal hann festur þannig að auðvelt sé að ná til hans ef draga þarftraktor úr braut.
16. Brot á þessum reglum geta varðað því að keppandi fær ekki að hefja keppni, 30 sek við fyrsta brot eða brottrekstri úr keppni við annað brot.
17. Traktorar verða að bremsa við ráshlið áður en haldið er í braut
Skipuleggjandi: AÍNH
Skráningargjald: Frítt!
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
0 | Guðmundur Þór Guðþórsson | AÍNH | 0 |
0 | Sindri Þór Guðmundsson | AÍNH | 0 |
0 | Benedikt Óskar Ásgeirsson | TK | 0 |
0 |
Tobias már ölvisson
Aðst: Tobias már ölvisson |
BA BA |
0 |
0 | Hannibal Sindri Óskarsson | BA | 0 |
0 | Anton Gunnlaugur Óskarsson | AÍNH | 0 |
0 | Anton Gunnlaugur Óskarsson | AÍNH | 0 |
0 | Anton Gunnlaugur Óskarsson | AÍNH | 0 |