Torfæruklúbburinn heldur 2. umferð Íslandsmótsins í Torfæru 2025 í Stangarhyl við Laugarvatnsveg þann 31 maí.
Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppnarinnar.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppnarinnar.
Götubílar- Street Legal
Sérútbúnum Götubílum -
Sérútbúnum - Unlimited
Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1., 2. og 3 sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.
Upplýsingartafla keppnarinnar er rafræn á slóðinni http://nn.is/t5B9P
06:00 Pittur opnar
06:30 Skoðun keppnisbíla hefst við pitt
08:15 Keppendafundur og brautarskoðun
09:00 Skoðun lýkur
09:55 Keppnisbílar mæta við ráshlið
10:00 Keppni hefst
12:30 Hlé 30 mín (eftir braut nr. 2)
16:00 Áætluð keppnislok
16:05 Úrslit birt
16:35 Kærufrestur lýkur
16:45 Verðlaunaafhending við pitt
TK
Keppnisstjóri: Jóhann Daði Pálmason
Öryggisfulltrúi: Þorsteinn Jónsson
Skoðunarmaður: Þorvaldur Björn Matthíasson
Formaður dómnefndar: Aðalsteinn Símonarson
Dómnefnd 1: Sigfús Þór Sigurðsson
Dómnefnd 2: Benedikt Óskar Ásgeirsson
Framkvæmdanefnd:
Sigurður Ingi Sigurðsson, Heiða Björg Jónasdóttir, Þórir Már Ingvason
31. maí 2025 kl: 10:00
Torfærusvæði í Stangarhyl
Lýsing:
Malarnáma
Torfæra
Íslandsmeistaramót - 2. umferð
Skráning hefst: 13. maí 2025 kl: 18:00
Skráningu lýkur: 23. maí 2025 kl: 17:00
Götubílar - Street Legal
Sérútbúnir - Unlimited
Sérútbúnir götubílar - Modified
1.1 Keppnin heitir Íslandsmeistarmótið í Torfæru - 2. umferð.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir Torfæra og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram í torfærugryfjum í Stangarhyl við Laugarvatnsveg, þann 31 maí 2025.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 5 skráningar.
1.5.1 Aðeins er keppt í keppnisflokkum sem 3 skráningar eða fleiri berast fyrir.
2.1 Keppnishaldari er Torfæruklúbburinn.
3.1 Framkvæmdanefnd skipa Sigurður Ingi Sigurðsson, Heiða Björg Jónasdóttir, Þórir Már Ingvason
3.2 Framkvæmdanefnd er til heimilis Heiðargerði 4 Selfoss.
4.1.1 Þrautirnar liggja um lokað aksturssvæði sem hæfir þeim flokkum sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.1.a Ekki er um gerðarvottað keppnissvæði að ræða.
4.1.2 Þrautirnar eru 6 í hverjum flokki, samtals um það bil 70 - 800 metra langar en þó getur verið breytilegt milli flokka og ráðist af aðstæðum.
4.2.1 Allt pittsvæðið telst Parc Fermé.
4.2.1.a Viðgerðir eru leyfðar og öllum er frjálst að vera í kringum keppnistækið í Parc Fermé.
4.2.2 Ökutæki sem ræsir í síðustu þraut skal keyra í Parc Fermé eftir að hafa lokið akstri.
4.2.3 Sé ökutækið ekki í ökuhæfu ástandi skal það flutt í Parc Fermé af keppnishaldara.
4.2.4 Ökutæki skulu vera í Parc Fermé að loknum akstri síðustu þrautar þar til að dómnefnd ákveður að þau megi yfirgefa svæðið eða staðfest úrslit eru birt.
5.1.1 Keppt verður í eftirtöldum flokkum ökutækja:
5.1.1.a Flokkur sérútbúinna
5.1.1.b Götubílaflokkur
5.1.1.c Flokkur sérútbúinna götubíla
5.1.2 Ökutæki sem standast öll þau skilyrði þess flokks sem þau eru skráð í eru gjaldgeng í keppninni.
.
6.1 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
6.2 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.akis.is.
6.3 Skráningu lýkur þann 22 maí 2025 klukkan 17:00.
6.4 Keppnisgjald (skráningargjald) er kr. 10500 og felur það í sér:
6.5 Skráning og greiðsla keppnisgjalds felur í sér:
6.5.1 þátttökurétt í keppninni;
6.5.2 keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS, ef við á.
6.6 Leyfilegt er að skrá 2 ökumenn á ökutæki í samræmi við Keppnisgreinareglur fyrir torfæru 2025, lið 2.1.2.a
7.1 Öll ökutæki sem taka þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðatryggingu.
7.2 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
8.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
8.1.1 Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
8.2 ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini sí samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.
8.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
8.3.1. Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
9.1 Keppandi skal merkja ökutækið sitt sjálfur í samræmi við grein 7.1 í Keppnisgreinareglum AKÍS fyrir Torfæru.
9.2 Keppnisnúmer skal vera vel sýnilegt, staðsett á tveimur hliðum ökutækis og skal það vera:
9.2.1 a svartir stafir á hvítum bakgrunni fyrir sérútbúna bíla;
9.2.1.b svartir stafir á gulum bakgrunni fyrir sérútbúna götuíla;
9.2.1.c svartir stafir á appelsínugulum bakgrunni fyrir götubíla:
9.2.1.d 35 cm á hæð og 25 cm á breidd fyrir alla flokka.
9.3 Þeir keppendur sem ekki hafa keppnisnúmer fá því úthlutað hjá Keppnisráði AKÍS í torfæru.
9.4 Um auglýsingar á ökutækjum gilda reglur AKÍS og reglur og lög landsins.
10.1.1 Ökutæki skráð til keppni fær að ræsa hafi það staðist keppnisskoðun.
10.2.1 Bílar skulu tilbúnir í keppni í rásröð kl 9:55
10.2.1.a Fyrsti bíll er ræstur kl 10:00
10.2.2 Ræst er úr kyrrstöðu
GREIN 10.3 RÖÐ OG AFSTAÐA ÖKUTÆKJA VIÐ RÆSINGU
10.3.1 Ökutæki keyra eftir þeirri rásröð sem dregin er af keppnishaldara og birt á upplýsingartöflu keppnarinnar.
10.3.2 Röð ökutækja ræðst af grein 4.1 um rásröð í keppnisgreinareglum AKÍS fyrir torfæru.
10.3.2.a Flokkar eru keyrðir til enda í þessari röð: Götubílar, Sérútbúnir bílar og Sérútbúnir Götubílar.
10.3.3 Vél ökutækja skal í öllum tilfellum vera í gangi við ræsingu.
11.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma sem auglýstur er í dagskrá og sitja hann allan.
11.1.1 Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur það varðað brottvísun úr keppni.
11.2 Upplýsingatafla keppninnar er rafræn á vefnum, http://nn.is/t5B9P
11.2.1 Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til þeirra.
11.3 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
11.4 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
11.4.1 Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
11.4.2 Reglur um dróna
12.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um Torfæra.
12.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
12.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og stiga- og tímaverðir hafa tekið þau saman.
12.4 Dómnefnd birtir lokaúrslit keppninnar á upplýsingartöflunni.
13.1 Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í lokaúrslitum.
14.1.1 Dómnefnd skipa Aðalsteinn Símonarson, sem jafnframt er formaður hennar, Sigfús Þór Sigurðsson og Benedikt Ásgeirsson.
14.2.1 Keppnisstjóri er Jóhann Daði Pálmason.
14.2.2 Brautarstjóri er Ólafur Björnsson
14.2.3 Skoðunarmaður er Þorvaldur Björn Mattíhíassson.
14.2.4 Öryggisfulltrúi er Þorsteinn Jónsson.
14.2.5 Pittstjóri er Sigurður Jónsson
14.2.6 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega þar sem sjúkrabíll verður á staðnum ef upp koma atvik sem krefjast sérhæfðar sjúkra- eða læknisaðstoðar fyrir keppendur, ökumenn, starfsfólk eða áhorfendur.
14.2.6.a Almenn verkefni sem telja mætti eðlilegt að sjúkrafulltrúi annaðist falla undir öryggisfulltrúa.
14.2.7 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
14.2.8 Nöfn staðreyndardómara verða birt á upplýsingartöflu keppnarinnar fyrir fyrstu ræsingu.
14.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
14.3.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
14.3.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
14.3.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild eiga að slysi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
14.3.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
14.4.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgengni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
Skipuleggjandi: TK
Keppnisgjald: 8000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 1000 kr.-
Nafn | Félag | Flokkur | Keppnistæki | Lið |
---|---|---|---|---|
Grimur Helguson | TK | Sérútbúnir - Unlimited | Brjála II |