3.umferð Íslandsmótsins í Rallycross - 20. Júlí 2025
Skráningu lýkur 17. Júlí klukkan 17:00
Skráningargjald : 23.000 kr án akís gjalds
Unglingar : 11.500 kr án akís gjalds
Við skráningu í unglingaflokk þarf að setja í afsláttarkóða: unglingar
Athugið að eingöngu keppendur í unglingaflokk geta nýtt sér þennan kóða
** Minni keppendur á að kynna sér vel reglur um öryggisbúnað**
** ATH Bílaklúbbur Akureyrar mun ekki leigja eða skaffa kubba **
11.6 Hver sá sem áreitir keppnisstjóra, dómara eða aðra starfsmenn keppninnar eftir að keppni lýkur geta fengið áminningu á þann keppenda sem hann fer fyrir.
Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við Þóru Kristínu í síma 6185689 eða á thoraflosa@gmail.com
Upplýsingartaflan http://nn.is/y6R3S
þegar bíll er tekinn af kerru eða mætir þarf hann að keyra hægan hring til að athuga hvort kubbur virki
ATH mikilvægt að vera búinn að setja kubbinn í áður
Skoðun fer fram í stæði, ökumaður gerir sig tilbúinn að fara beint í tímatöku ef bíllinn öðlast skoðun.
Keyrum heat 1 og 2, tökum ca 30 min hlé og svo verða keyrð heat 3 og 4
BA
Keppnisstjóri: Þóra Kristín Hafdal Flosadóttir
Öryggisfulltrúi: Jónas Freyr Sigurbjörnsson
Skoðunarmaður: Baldur Pálsson
Formaður dómnefndar: Baldvin Hansson
Dómnefnd 1: Arnar Smári Signýjarson
Dómnefnd 2: Hrefna Björg Waage Björnsdóttir
Framkvæmdanefnd:
þóra Kristín Hafdal Flossadóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson
20. júlí 2025 kl: 00:00
Rallycrossbraut BA
Lýsing:
Rallycross
Íslandsmeistaramót -
Skráning hefst: 7. júlí 2025 kl: 11:00
Skráningu lýkur: 17. júlí 2025 kl: 17:00
1400 flokkur
2000 flokkur
4x4 Non Turbo
Opinn flokkur
Standard 1000 - Stelpur
Standard 1000cc flokkur
Unglingaflokkur
Unglingaflokkur - Stelpur
Rafræn upplýsingartalfa er á þessum link http://nn.is/y6R3S
SÉRREGLUR 3.umferð Íslandsmóts í Rallýcross í mótröð Íslandsmeistaramót -
GREIN 1 KEPPNIN
1.1 Keppnin heitir 3.umferð Íslandsmóts í Rallýcross.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir Rallycross og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram á Rallycrossbraut BA þann 20. júlí 2025 kl: 11:00.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 10 skráningar.
GREIN 2 KEPPNISHALDARI
2.1 Keppnishaldari er Bílaklúbbur Akureyrar, til heimilis að Hlíðarfjallsvegi 13
GREIN 3 FRAMKVÆMDANEFND
3.1 Framkvæmdanefnd skipa Þóra Kristín Hafdal Flosadóttir, Jónas Freyr Sigurbjörnsson
3.2 Framkvæmdanefnd er til heimilis að Hlíðarfjallsvegi 13
GREIN 4 KEPPNISSVÆÐIÐ
GREIN 4.1 BRAUTIN
4.1.1 Brautin hefur gilda gerðarvottun sem hæfir þeim flokki sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.2 Ekið verður rangsælis um brautina.
4.1.3 Brautin er 950 metra löng
GREIN 4.2 PITTURINN
4.2.1 Pitturinn nær frá stjórnstöð og fram að félagsheimili
GREIN 4.3 PARC FERMÉ
4.3.1 Parc Fermé er pitturinn
4.3.2 Ökutæki sem tekur þátt í úrslitum skal ekið af ökumanni þess beint í Parc Fermé þegar síðustu ferð lýkur, ökumenn mega ganga frá bílum á kerrur, skipta um dekk en ekki eiga neitt við bílana að öðru leiti.
4.3.2.a Ökutæki sem lýkur keppni án þess að klára sínar ferðir er heimilt að aka beint í pitt.
4.3.3 Ökutæki skulu vera í Parc Fermé í að minnsta kosti 30 mínútur eftir birtingu bráðabirgðaúrslita á upplýsingatöflu eða þar til dómnefnd ákveður að þau megi yfirgefa svæðið. – Brjóti keppandi Parc Fermé reglu er hann dæmdur aftastur í sínum úrslita riðli
4.3.4 Viðgerðir aðrar en að skipta út sprungnu dekki eru ekki heimilar í Parc Fermé.
Ekki má fylla á eldsneyti
GREIN 5 FLOKKUN OG ÚTBÚNAÐUR ÖKUTÆKJA
5.1 KEPPNISFLOKKAR
5.1.1 Keppt verður í eftirtöldum flokkum ökutækja:
Unglingaflokkur
Unglingaflokkur - stelpur
1000cc flokkur
1000cc flokkur - konur
1400cc flokkur
2000cc flokkur
4x4 non turbo flokkur
Opinn flokkur
5.1.2 Ökutæki sem standast öll skilyrði þess flokks sem þau eru skráð í eru gjaldgeng í keppninni, ef þau standast öryggisskoðun
Keppnishaldara er heimilt að taka til skoðunar hvert það ökutæki sem það telur þurfa frekar skoðun
GREIN 6 SKRÁNING
6.1 Engin takmörk eru sett á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppni.
6.1a Lágmarksskráning í stelpu/kvenna flokk eru 3 skráningar í hvorn flokk, ef ekki næst lágmark í þessa flokka verða þeir sameinaðir almennum flokkum
6.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
6.3 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.mot.akis.is
6.4 Skráningu lýkur miðvikudaginn 17. júlí 2025 17:00
6.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
6.6 Almennt skráningargjald án Akís gjalds er kr. 23.000
6.6a Unglingaflokkur greiðir án Akís gjalds 11.500 með sérstökum afsláttarkóða (unglingar)
6.7 Skráning og greiðsla keppnisgjalds felur í sér:
6.7.1 þátttökurétt í keppninni;
6.7.2 keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS bætist svo við, ef við á.
6.8 Leyfður fjöldi aðstoðarbíla(servicetækja) er 1 fyrir hvern skráðan keppnisbíl.
6.9 Hver keppandi þarf að vera greiddur félagsmaður í félagi innan Akís
GREIN 7 TRYGGINGAR
7.1 Öll skráningarskyld ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu.
7.2 Óskráð ökutæki eru ábyrgðartryggð á vegum keppnishaldara.
7.2 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
GREIN 8 KEPPNIS- OG ÖKUSKÍRTEINI
8.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
8.1.a Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
8.1.2 Hafi ökumaður misst ökuréttindi má hann ekki keppa.
8.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.8.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
8.3.1 Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
GREIN 9 TÍMATÖKUSENDIR
9.1 Öll ökutæki skulu bera virkan MyLaps tímatökusendi fyrir bíla á meðan á keppni stendur, og skal hann vera kominn í áður en farið er í öryggisskoðun. Ekki er hægt að ábyrgjast virkni tímatökubúnaðs.
9.2 Það er á ábyrgð keppanda að koma tímatökusendinum fyrir á ökutæki sínu og tryggja að hann virki og falli ekki af því á meðan á keppni stendur.
9.2.a Virki ekki tímasendir áður en tímatökur hefjast er ekki hægt að leyfa ökutæki að keyra auka tímatökuhring og fengi viðkomandi þá max tíma.
9.2.b Tímatökusendir á að vera staðsettur í hægri hjólaskál bíls.
9.3 Falli tímatökusendir af ökutæki eða hætti hann að virka er yfirstandandi tímatöku lokið hjá því ökutæki.
9.4 Hægt er að styðjast við tímatökubúnað í keppni ef dómnefnd þykir ástæða til.
GREIN 10 RÆSING
GREIN 10.1 ALMENNT
10.1.1 Öll ökutæki sem standast skoðun á keppnisdegi fá heimild til að ræsa.
GREIN 10.2 TÍMASETNINGAR OG HÖGUN
10.2.1 Ræsing fer fram á eftirfarandi tímum og með tilgreindri högun:
10.2.1.a Tímatökur hefjast strax að lokinni öryggisskoðun. Ræst á ferð án fylgdarbíls.
10.2.1.a.i Í tímatökum ekur hvert ökutæki einn tímamældan hring
10.2.1.b Ræsing í fyrsta riðil Kl 11:00 Ræst úr kyrrstöðu
GREIN 10.3 RÖÐ OG AFSTAÐA ÖKUTÆKJA VIÐ RÆSINGU
10.3.1 Keppnisstjóri ákveður röð ökutækja / keppnisflokka við ræsingu í tímatökur.
10.3.2 Röð ökutækja við ræsingu í 1. heat ræðst af grein 3.8.5 í rallycross reglum.
10.3.2.a Flokkar eru keyrðir til enda í þeirri röð sem keppnistjóri ákveður.
10.3.3 Vél ökutækja skal í öllum tilfellum vera í gangi við ræsingu.
10.3.4.a Verði úrslitaumferð í flokk ekin í tveimur riðlum munu B úrslit ekin á undan A úrslitum.
10.3.5 Ef fjöldi ökutækja í flokki, öðrum en unglingaflokki, er meiri en hægt er að keyra í einu í brautinni samkvæmt grein 3.9.3 Keppnisgreinareglum fyrir rallycross, verður ökutækjum skipt upp í riðla.
10.3.5.a Besti tími í tímatökum fer í riðil 1 í umferðum 1-3, næst besti tími í riðil 2, þriðji besti tími í riðil 1, fjórði besti tími í riðil 2, fimmti besti tími í riðil 1 o.s.frv.
10.3.5.b Í A úrslit komast 10 ökutæki sem bestu samanlögð sæti hafa úr tveimur af sínum bestu umferðum. Niðurstaða A úrslita sker úr um röð ökutækja í sæti 1-10 í lokaúrslitum.
Í B úrslit komast 10 ökutæki úr hvorum riðli sem bestu samanlögð sæti hafa úr tveimur af sínum bestu umferðum. Niðurstaða B úrslita sker úr um röð ökutækja í sæti 11-16 í lokaúrslitum.
10.3.5.b.i Séu tvö eða fleiri jöfn í sæti skal árangur úr fyrstu umferð ráða.
10.3.5.b.ii Hafi tvö eða fleiri ökutæki einnig verið jöfn í fyrstu umferð skal betri tími í tímatöku skera úr um uppröðun.
10.3.6.a Ef fjöldi ökutækja í unglingaflokki er meiri en 10 verður þeim skipt upp í riðla.
10.3.ai Útaf öryggisráðstöfum keyrum við unglingaflokk á Akureyri með 8 bíla í hverju heat-i. Nema í Úrslitum
10.3.6.ai Ef fjöldi ökutækja er 11-20:
10.3.6.a.ii Besti tími í tímatökum fer í riðil 1 í umferðum 1-3, næst besti tími í riðil 2, þriðji besti tími í riðil 1, fjórði besti tími í riðil 2, fimmti besti tími í riðil 1, o.s.frv.
10.3.6.b Ef fjöldi ökutækja er 21-30:
10.3.6.b.i Besti tími í tímatökum fer í riðil 1 í umferðum 1-3, næst besti tími í riðil 2, þriðji besti tími í riðil 3, fjórði besti tími í riðil 1, fimmti besti tími í riðil 2, sjötti besti tími í riðil 3, sjöundi besti í riðil 1, o.s.frv.
10.3.6.b.ii Í A úrslit komast 10 ökutæki sem bestu samanlögð sæti hafa úr tveimur af sínum bestu umferðum. Niðurstaða A úrslita sker úr um röð ökutækja í sæti 1-10 í lokaúrslitum.
10.3.6.b.iii Í B úrslit komast 10 ökutæki úr hvorum riðli sem bestu samanlögð sæti hafa úr tveimur af sínum bestu umferðum. Niðurstaða B úrslita sker úr um röð ökutækja í sæti 11-16 í lokaúrslitum..
10.3.6. iiiii Séu tvö eða fleiri ökutæki jöfn í sæti eftir riðlakeppni skal árangur úr fyrstu umferð ráða röð þeirra.
10.3.6. iiiiii Hafi tvö eða fleiri ökutæki einnig verið jöfn í fyrstu umferð skal betri tími í tímatöku skera úr um röð þeirra.
10.3.7 Sá bíll sem veldur rauðu flaggi fær ekki undir neinum kringustæðum að endurræsa í sama heat-i.
10.3.8 Á rauðu flaggi skulu bílar keyra að ráspól hægra meginn á brautinni til að rímka fyrir aðgengis öryggisbíls, geri þeir það ekki fá þeir og skulu þeir ræsa aftast í sama heat-i.
GREIN 11 SKYLDUR KEPPENDA OG ÖKUMANNA
11.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma sem auglýstur er í dagskrá og sitja hann allan. Forráðamaður skal fylgja unglingi á þennan fund.
11.1.a Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
11.2 Keppendur og ökumenn skulu þekkja og virða reglur um merkjagjöf í viðauka H við Reglubók FIA, grein 11.5.
11.3 Upplýsingartafla keppnarinnar verður rafræn inná skráningarforminu.
11.3.1 Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til þeirra þar til keppni lýkur.
11.4 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
11.4.a Kærugjald og annar kostnaður því tengt ræðst af gjaldskrá AKÍS sem er aðgengileg á vef AKÍS.
11.4.b Kærugjald skal greitt til dómnefndar sem veitir því viðtöku fyrir hönd AKÍS.
11.5 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
11.5.a Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
11.5.b Reglur AKÍS um dróna.
11.6 Hver sá sem áreitir keppnisstjóra, dómara eða aðra starfsmenn keppninnar eftir að keppni lýkur geta fengið áminningu á þann keppenda sem hann fer fyrir.
GREIN 12 ÚRSLIT
12.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um rallycross.
12.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
12.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og stigavörður hefur tekið þau saman og afhent dómnefnd.
12.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur lokið störfum.
GREIN 13 VERÐLAUN
13.1 Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í lokaúrslitum í hverjum flokki.
GREIN 14 EMBÆTTISMENN OG STARFSMENN
GREIN 14.1 DÓMNEFND
14.1.1 Dómnefnd skipa Baldvin Hansson, sem jafnframt er formaður hennar, Arnar Smári Signýjarson og Hrefna Björg Waage Björnsdóttir.
GREIN 14.2 HELSTU STARFSMENN
14.2.1 Keppnisstjóri er Þóra Kristín Hafdal Flosadóttir.
14.2.2 Skoðunarmaður er Baldur Pálsson.
14.2.3 Öryggisfulltrúi er Jónas Freyr Sigurbjörnsson.
14.2.4 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni þar sem gert er ráð fyrir að kalla til sjúkrabíl komi upp atvik sem krefjast sérhæfðrar sjúkra- eða læknisaðstoðar við keppendur, ökumenn, starfsfólk eða áhorfendur.
14.2.4.a Almenn verkefni sem telja mætti eðlilegt að sjúkrafulltrúi annaðist falla undir öryggisfulltrúa.
14.2.5 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
GREIN 14.3 HLUTVERK ÖRYGGISFULLTRÚA
14.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
14.3.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
14.3.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
14.3.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild eiga að slysi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
14.3.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
GREIN 15.4 HLUTVERK UMHVERFISFULLTRÚA
14.4.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgegni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
GREIN 14.5 STAÐREYNDADÓMARAR
14.5.1 Nöfn og staða staðreyndadómara verða birt á upplýsingatöflu keppninnar.
14.5.1.a Staðreyndardómarar eru staðsettir umhverfis brautina og á ráslínu.
14.6 Pittstjóri og ræsir eru einnig staðreyndardómarar.
GREIN 15 Refsingar og fleira
Mótmæli og kærur eru teknar fyrir samkvæmt reglum Akís og sérreglum keppninar.
Aðeins keppandi (ef keppandi skráði sig sjálfur í keppni)eða samkeppnisaðili getur sent inn kærur og áfrýjun.
Allar kærur verða vera afhentar á réttu formi samkv. Reglum Akís (Kærur skulu gerðar samkvæmt ISC. Undirritaðar kærur ásamt kærugjaldi skulu afhentar keppnisstjóra eða staðgengli hans innan tilsetts kærufrests. Kærugjald er samkvæmt gjaldskrá Akís, nema annað sé tekið fram í sérreglum keppninnar.) hún verður að vera undirrituð af keppanda og verður að innihalda hvaða reglu/brot er verið að kæra.
Hægt er að skjóta málum til almennrar dómnefndar AKÍS til samræmis við reglur
Allar kærur verða vera lagðar fram með kærugjaldi sem er__50.000 kr_.
Ef kæru upphæð fylgir ekki með, er kæra ekki tekin gild.
Kæra sem felur í sér rif á bíl er aukagjald: 40.000 kr_.
Kostnaður sem verður vegna rif á bíl eru borguð af:
Þeim sem leggja fram kæru, ef hún á ekki við rök að styðjast
Keppanda, ef kæra á við rök að styðjast
Tímamörk til að leggja fram kærur:
Kærufrestur er 30 mínútur eftir að úrslit eru birt, nema annað sé tekið fram í sérreglum keppninnar
Mótmæli um að ökutæki standist ekki reglur í flokk verða vera komin fram ekki seinna en 15mín eftir að riðli lauk (úrslit úr riðli).
Mótmæli um ákvörðun brautarstjóra verða vera komin fram innan við 15 mín eftir að ákvörðunin var auglýst á uppl.töflu.
Mótmæli geta verið tekin fyrir eftir tímamörk, einungis ef Dómnefnd telur að ástæðan á töfini sé hlutlæg og sanngjörn
Tímasektir og ekki gefið rásleyfi útaf komið of seint á ráslínu er ekki hægt að áfrýja
Áfryjanir: eru samkv reglum Akís og sérreglum keppninnar
Skipuleggjandi: BA
Keppnisgjald: 23000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 1000 kr.-
Nafn | Félag | Flokkur | Keppnistæki | Lið |
---|---|---|---|---|
Anton Orri Gränz | AÍH | Standard 1000cc flokkur | Toyota Yaris | |
Eva arnet Sigurðardóttir | AÍH | Opinn flokkur | Subaru Impreza | |
Gedas Karpavicius | AÍH | Opinn flokkur | WV Polo | |
Helena Ósk Elvarsdóttir | AÍH | Standard 1000cc flokkur | Toyota Aygo | |
Leó Geirsson | AÍH | Unglingaflokkur | toyota yaris | |
Magnús Vatnar Skjaldarson | AÍH | Opinn flokkur | Subaru Impreza | |
Sigurður Einar Stefánsson | AÍH | Standard 1000cc flokkur | Toyota Yaris |