Engar kærur komu fram á kærufresti.
Lokaúrslit eru því samhljóða bráðabirgðaúrslitum sem birt voru í skjali nr. 12.
Fyrir hönd dómnefndar
Aðalsteinn Símonarson
Bráðabirgðaúrslit fylgja með í viðhengi.
Kærufrestur hefst.
Hala niður viðhengi
Áhöfn á bil nr.9. Skafti Svavar Skúlason og Daníel Jökull Valdimarsson fá 30 sekúndna refsingu fyrir að mæta of seint á tímastöð fyrir Mælifellsdal I.
Heiða Friðjónsdóttir, keppnisstjóri
Yfirlit yfir staðreyndadómara í Ljómarallý 29. júlí 2023 má sjá í meðfylgjandi viðhengi.
Hala niður viðhengi
Keppnisstjórn hefur nú komið fyrir lokunarskiltum við vegi er tilgreina lokun sérleiða fyrir almennri umferð.
Við upphaf og endi sérleiða hafa verið settar stikur ásamt spray – rönd yfir veginn. Appelsínugulur litur þýðir að þar er ræst inn á sérleið, þ.e. tímataka hefst. Blár litur þýðir endir sérleiðar, þ.e. tímatöku lýkur.
Skafti Svavar Skúlason og Daníel Jökull Valdimarsson mæta til leiks í flokki B, en ekki flokki A eins og misritast hafði í fyrri birtingu.
Hala niður viðhengi
Þeir keppendur / ökumenn / aðstoðarökumenn sem ekki hafa náð 18 ára aldri þegar keppni fer fram þurfa staðfestingu foreldra / forráðamanna vegna þátttöku sinnar.
Þetta kemur fram í 21. grein Reglugerðar um akstursíþróttir nr. 50/2007 með áorðnum breytingum og grein 5.1.7. í Reglugerð Akís um keppnishald, útg. 3. mars 2023.
Foreldrar/forráðamenn keppenda / ökumanna / aðstoðarökumanna undir 18 ára aldri vinsamlega fyllið út meðfylgjandi form og afhendið undirritað frumrit við keppnisskoðun.
Hala niður viðhengi
Í samræmi við grein 3.1.4 í keppnisgreinarreglum í Rallý liggur nú fyrir leiðabók fyrir Ljómarallý 2023. Hafa ber í huga að tímaáætlun og leiðalýsing er unnin með kílómetramælingu og gps staðsetningatæki. Leiðabók er unnin beint í kortagrunn sem birtir vegalengdir og hnit í framhaldi af kortateikningum. Vegna þessa kemur fram örlítill mismunur á hnitum og vegalengdum milli leiðabókar, tímaáætlunar og leiðalýsinga, en ætti ekki að koma að sök.
Hala niður viðhengi