Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda og keppnisstjóra

#13 - 29. júlí 2023 kl: 17:00
Lokaúrslit

Engar kærur komu fram á kærufresti.

Lokaúrslit eru því samhljóða bráðabirgðaúrslitum sem birt voru í skjali nr. 12.

 

Fyrir hönd dómnefndar

Aðalsteinn Símonarson


Frá: Keppnisstjóra - Til: Allra

#12 - 29. júlí 2023 kl: 16:30
Bráðabirgðaúrslit

Bráðabirgðaúrslit fylgja með í viðhengi.

Kærufrestur hefst.

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjóra - Til: Allra

#11 - 29. júlí 2023 kl: 16:20
Tímarefsing

Áhöfn á bil nr.9. Skafti Svavar Skúlason og Daníel Jökull Valdimarsson fá 30 sekúndna refsingu fyrir að mæta of seint á tímastöð fyrir Mælifellsdal I.

Heiða Friðjónsdóttir, keppnisstjóri


Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#10 - 28. júlí 2023 kl: 01:35
Staðreyndadómarar

Yfirlit yfir staðreyndadómara í Ljómarallý 29. júlí 2023 má sjá í meðfylgjandi viðhengi.

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#9 - 25. júlí 2023 kl: 22:40
Merking sérleiða

Keppnisstjórn hefur nú komið fyrir lokunarskiltum við vegi er tilgreina lokun sérleiða fyrir almennri umferð.

Við upphaf og endi sérleiða hafa verið settar stikur ásamt spray – rönd yfir veginn.  Appelsínugulur litur þýðir að þar er ræst inn á sérleið, þ.e. tímataka hefst.  Blár litur þýðir endir sérleiðar, þ.e. tímatöku lýkur.


Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#8 - 24. júlí 2023 kl: 22:07
Rásröð - leiðrétting

Skafti Svavar Skúlason og Daníel Jökull Valdimarsson mæta til leiks í flokki B, en ekki flokki A eins og misritast hafði í fyrri birtingu.

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#7 - 24. júlí 2023 kl: 21:51
Rásröð í Ljómarallý 29. júlí 2023

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#6 - 18. júlí 2023 kl: 20:30
Staðfesting foreldra / forráðamanna

Þeir keppendur / ökumenn / aðstoðarökumenn sem ekki hafa náð 18 ára aldri þegar keppni fer fram þurfa staðfestingu foreldra / forráðamanna vegna þátttöku sinnar.

Þetta kemur fram í 21. grein Reglugerðar um akstursíþróttir nr. 50/2007 með áorðnum breytingum og grein 5.1.7. í Reglugerð Akís um keppnishald, útg. 3. mars 2023.

Foreldrar/forráðamenn keppenda / ökumanna / aðstoðarökumanna undir 18 ára aldri vinsamlega fyllið út meðfylgjandi form og afhendið undirritað frumrit við keppnisskoðun.

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#5 - 18. júlí 2023 kl: 20:04
Leiðrétting upplýsinga

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#4 - 16. júlí 2023 kl: 20:42
Leiðabók

Í samræmi við grein 3.1.4 í keppnisgreinarreglum í Rallý liggur nú fyrir leiðabók fyrir Ljómarallý 2023.  Hafa ber í huga að tímaáætlun og leiðalýsing er unnin með kílómetramælingu og gps staðsetningatæki. Leiðabók er unnin beint í kortagrunn  sem birtir vegalengdir og hnit í framhaldi af kortateikningum.  Vegna þessa kemur fram örlítill mismunur á hnitum og vegalengdum milli leiðabókar, tímaáætlunar og leiðalýsinga, en ætti ekki að koma að sök.

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#3 - 8. júlí 2023 kl: 11:50
Leiðalýsing - Ljómarallý 29. júlí 2023

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#2 - 8. júlí 2023 kl: 11:49
Sérreglur

Hala niður viðhengi

Frá: Bílaklúbbur Skagafjarðar - keppnisstjórn - Til: Keppenda

#1 - 8. júlí 2023 kl: 11:47
Tímaáætlun - Ljómarallý 29. júlí 2023

Hala niður viðhengi