Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda

#14 - 27. júlí 2024 kl: 17:05
Lokaúrslit

Dómefnd hefur staðfest að bráðabirgðaúrslit sem voru birt kl 16:35 eru lokaúslit í Ljómarallinu 2024. 

Engar kærur hafa borist. 

Fyrir hönd dómnefndar

Sigfús Þór Sigurðsson

Formaður


Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda

#13 - 27. júlí 2024 kl: 16:52
Bráðabirgðarúrslit


Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#12 - 27. júlí 2024 kl: 00:53
Yfirlit yfir staðreyndadómara

Yfirlit yfir staðreyndardómara í Ljómarally  27.Júlí  2023

má sjá í meðfylgjandi viðhengi

Hala niður viðhengi

Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda

#11 - 26. júlí 2024 kl: 23:17
Ábending vegna ökutækis

Dómnefnd fékk ábendingu um ökutæki með rásnúmer 39 hafi ekki farið í lögbundna bifreiðarskoðun. Ökutækið hafi fengið sjö daga  bráðabirgða akstursheimild. 

Dómnefnd ásamt skoðunarmönnum keppnarinnar hafi farið á þá leit að fá skoðun á keppnistækið frá almennir bifreiðarskoðunnarmanni. Enn ekki tókst að fá þá skoðun. 

Dómnefnd fékk  aðila með bifreiðaréttindi til þess að taka tækið í almenna skoðun sem ökutækið stóðst. 

Þar með hefur ökutæki með rásnúmer 39 fengið rásheimild til að taka þátt í ljómarallinu sem fer fram laugardaginn 27 júlí. 

 

Fyrir hönd dómnefndar

Sigfús Þór Sigurðsson

Formaður


Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda

#10 - 26. júlí 2024 kl: 23:06
Skoðun

Keppnisskoðun hefur farið fram á tuttugu ökutækjum sem eru skráð í Ljómarallið. 

16 ökutæki/ áhafnir hafa fengið rásheimild. Fjögur ökutæki/ áhafnir eru boðarar í endurskoðun á keppnisdegi  þann 27 júlí kl 07:00 í Vélaval í Varmahlíð. 

Þau keppnistæki eru eftirfarandi rásnúmer 36, 2,40 og 30.

 

Fyrir hönd dómnefndar 

Sigfús Þór Sigurðsson

Formaður


Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda

#9 - 26. júlí 2024 kl: 22:56
Leiðrétting á rásnúmerum

Dómnefnd gerir leiðréttingu á rásnúmerum keppenda sem eru að keppa í Ljómarallyinu 2024. 

Samkvæmt keppnisgreinareglum í Rally er talað um að rásnúmer sjá eftirfarandi greinar.  

2.3.2.a

Númerin skulu taka mið að úrslitum Íslandsmóts næsta árs á undan. Þannig hefur ríkjandi Íslandsmeistari rétt á keppnisnúmerinu 1, sá sem varð í öðru sæti til Íslandsmeistara hefur rétt á keppnisnúmerinu 2 og svo framvegis.

 
2.3.2.a.i

Rétt til keppnisnúmers samkvæmt úrslitum Íslandsmóts næsta árs á undan öðlast 15 efstu ökumenn þess móts. Aðrir ökumenn fá úthlutað keppnisnúmerum frá 16 til og með 99.

 

Dómnefnd hefur gert eftirfarandi leiðréttingu á rásnúmerum eftir stöðu í Íslandsmótinu 2023. 

Sjá í viðhengi uppfæra rásröð með réttum rásnúmerum. 

 

Fyrir hönd dómnefndar

Sigfús Þór Sigurðsson

Formaður

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#8 - 24. júlí 2024 kl: 20:02
Keppnisnúmer

Keppnisnúmer í rásröð verða notuð. Þeir keppendur sem þurfa ný númer fá númer þegar þeir mæta í keppnisskoðun.


Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#7 - 24. júlí 2024 kl: 07:45
Rásröð- Leiðrétting

Karítas Birgisdóttir og Helena Ósk Elvarsdóttir eru á Peugeot 108 en ekki Toyota Aygo eins og misritaðist hafði í fyrri birtingu.

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#6 - 22. júlí 2024 kl: 21:04
Rásröð í Ljómarallý 27. júlí 2024

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#5 - 21. júlí 2024 kl: 11:19
Staðfesting foreldra/forráðamanna

Þeir keppendur / ökumenn / aðstoðarökumenn sem ekki hafa náð 18 ára aldri þegar keppni fer fram þurfa staðfestingu foreldra / forráðamanna vega þátttöku sinnar. 
Þetta kemur fram í 21. grein Reglugerðar um akstursíþróttir nr. 50/2007 með áorðnum breytingum og grein 5.1.7. í Reglugerð Akís um keppnishald, útg. 3. mars 2023.
Foreldrar /forráðamenn keppenda / ökumanna / aðstoðarökumanna undir 18 ára aldri vinsamlega fyllið út meðfylgjandi form og afhendið undirritað frumrit við keppnisskoðun.

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#4 - 6. júlí 2024 kl: 21:02
Leiðalýsing

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#3 - 6. júlí 2024 kl: 21:02
Leiðabók

Í samræmi við grein 3.1.4 í keppnisgreinarreglum í Rallý liggur nú fyrir leiðabók fyrir Ljómarallý 2023.  Hafa ber í huga að tímaáætlun og leiðalýsing er unnin með kílómetramælingu og gps staðsetningatæki. Leiðabók er unnin beint í kortagrunn  sem birtir vegalengdir og hnit í framhaldi af kortateikningum.  Vegna þessa kemur fram örlítill mismunur á hnitum og vegalengdum milli leiðabókar, tímaáætlunar og leiðalýsinga, en ætti ekki að koma að sök.

Hala niður viðhengi

Frá: Keppnisstjórn - Til: Keppenda

#1 - 6. júlí 2024 kl: 20:57
Tímaáætlun

Hala niður viðhengi