Skráning er hafin í fyrstu umferð Íslandsmeistarmótsins í Rallycross, þann 16.maí
Skráningu lýkur 14.maí klukkan 23:59
Viljum benda keppendum á að kynna sér sérreglur 6.8 á meðan núverandi samkomutakmarkanir eru í gildi, breytingar vegna tilslakana verða kynntar á upplýsingatöflu
6.8 Leyfður fjöldi aðstoðarmanna er 1 fyrir hvern skráðan keppnisbíl (v. Covid)
6.8.1 Fari fjöldi skráðra keppanda samanlagt í öllum flokkum yfir 25 þarf að skoða það sérstaklega hvort hægt verði að halda keppnina vegna samkomutakmarkana.
6.8.2 Verði tilslakanir á sóttvarnarreglum vegna covid-19 fyrir keppnisdag verður fjölgað leyfðum aðstoðarmönnum með hverju liði, verður það þá auglýst sérstaklega á auglýsingatöflu keppninnar.
Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband við Lindu D.Jóhannsdóttir S:696 2520 eða aih@aihsport.is
Við skráningu í unglingaflokk þarf að setja í afsláttarkóða: unglingar
Athugið að eingöngu keppendur í unglingaflokk geta nýtt sér þennan kóða
ATH
Skráningu lýkur 14. maí klukkan 23:59
Frekari upplýsingar um félagið má finna inni á vefsvæði okkar www.aihsport.is
Dagskrá:
Mæting er kl 8:00
pittur lokar kl 9:00
Skoðun byrjar kl 9:00
Tímatökur hefjast kl 10:00
Fundur með starfsfólki 12:00
Fundur með keppendum kl 12:30
Keppni hefst kl 13:00
Hlé í 15 min fyrir úrslitariðil
Úrslitariðlar keyrðir
Áætluð Úrslit kl 17:00
Áætluð Kærufrestur liðinn kl 17:30
Áætluð Formleg tilkynning úrslita og verðlaunaafhending kl 18:00
AÍH
Viðburðarstjóri: Linda Dögg Jóhannsdóttir
Öryggisfulltrúi: Ari Halldor Hjaltsson
Skoðunarmaður: Hilmar B Þràinsson
Formaður dómnefndar: Aðalsteinn Símonarson
Dómnefnd 1: Kristinn Snær Sigurjónsson
Dómnefnd 2: Sigurður Arnar Pálsson
16. maí 2021 kl: 13:00
Akstursíþróttasvæði AÍH
Lýsing: 850m Malbikuð braut sem er notuð undir:
Hringakstursæfingar
Drift,
Gokart,
Drift,
Mótorhjól,
980m Malbiks og malarbraut sem er notuð undir:
Rallycross,
1000m Motocrossbraut,
Allar nánari upplýsingar um æfingar og opnunartíma brautarinnar eru inni á heimasíðu Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar www.aihsport.is
Rallycross
Íslandsmeistaramót - 1.umferð
Skráning hefst: 2. maí 2021 kl: 00:00
Skráningu lýkur: 14. maí 2021 kl: 23:59
1400 flokkur
2000 flokkur
4x4 Non Turbo
Opinn flokkur
Standard 1000cc flokkur
Unglingaflokkur
Dómnefnd staðfestir að niðurröðun samkvæmt bráðabirgðaúrslitum birt í skjali nr. 15 eru úrslit keppninnar.
Hala niður viðhengi
Viðhangandi eru bráðabirgðaúrslit keppninnar.
Kærufrestur hefst kl. 19.02
Hala niður viðhengi
Unglingaflokkur
Riðill 1 Riðill 2
Númer Númer
2 6
18 4
15 11
16 66
20 9
21 33
81 12
14
Jæja styttist í þetta, nokkrir punktar fyrir morgundaginn.
*Við erum búin að raða í pittinn svo þið þurfið að stoppa í sjoppunni áður en þið farið inná svæðið. (ef þið verðið ekki stoppuð áður)
* Pitturinn skiptist í bleikan og gulan lit
Dagurinn er þéttur svo til að láta hlutina ganga hratt og vel fyrir sig þá vil ég biðja unglingaflokk að byrja skoðunina og að gera sig strax kláran í skoðun og vera tilbúin kl 9:00
Svo fara allir hinir bara af stað í skoðun
Unglingar og forráðamenn þeirra eiga að mæta á keppendafund útí sjoppunni kl 11:30
Aðrir keppendur mæta á fund kl 12:30 í sjoppunni Bleiki pittur fer inn stjórnstöðvarmegin en guli pittur fer inn um hurðina að framan
Pössu, uppá sóttvarnir og verum ekki að stelast á milli pitta :D
Dómnefnd gerir eftirfarandi breytingu á dagskrá keppninnar að ósk keppnisstjóra.
Dagskrá var samkvæmt skráningarsíðu:
Mæting er kl 8:00
Pittur lokar kl 9:00
Skoðun byrjar kl 9:00
Tímatökur hefjast kl 10:00
Fundur með starfsfólki 12:00
Fundur með keppendum kl 12:30
Keppni hefst kl 13:00
Hlé í 15 min fyrir úrslitariðil
Úrslitariðlar keyrðir
Áætluð Úrslit kl 17:00
Áætluð Kærufrestur liðinn kl 17:30
Áætluð Formleg tilkynning úrslita og verðlaunaafhending kl 18:00
Dagskrá keppninnar verður sem hér segir:
Mæting er kl 8:00
Pittur lokar kl 9:00
Skoðun byrjar kl 9:00
Tímatökur hefjast kl 10:00
Fundur með keppendum í unglingaflokki kl. 11.30
Fundur með starfsfólki 12:00
Fundur með keppendum kl 12:30
Keppni hefst kl 13:00
Hlé í 15 min fyrir úrslitariðil
Úrslitariðlar keyrðir
Áætluð Úrslit kl 17:00
Áætluð Kærufrestur liðinn kl 17:30
Áætluð Formleg tilkynning úrslita og verðlaunaafhending kl 18:00
Dómnefndarformaður Dómnefndarmaður Dómnefndarmaður
Aðalsteinn Símonarson Kristinn Snær Sigurjónsson Sigurður Arnar Pálsson
Dómnefnd gerir eftirfarandi breytingar á sérreglum keppninnar í samráði við keppnisstjóra:
______________________________
Línan”Grein 8 Tímatökusendir” fellur út og línan ”Grein 9 Tímatöksendir” kemur í staðinn.
______________________________
Grein 14.2.1 var ”Keppnisstjóri er Linda D. Jóhannsdóttir”.
Grein14.2.1 er nú ”Keppnis- og brautarstjóri er Linda D. Jóhannsdóttir”.
______________________________
Formaður dómnefndar Dómndfndarmaður Dómnefndarmaður
Aðalsteinn Símonarson Kristinn Sigurjónsson Sigurður Pálsson
1.1 Keppnin heitir Íslandsmót í Rallycrossi 2021 - 1. umferð.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir rallycross og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg þann 16.maí 2021.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður, eða vegna samkomutakmarkanna.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 10 skráningar.
2.1 Keppnishaldari er AkstursÍþróttafélag Hafnafjarðar (AÍH)
3.1 Framkvæmdanefnd skipa Linda D.Jóhannsdóttir og Ari H. Hjaltason
3.2 Framkvæmdanefnd er til heimilis í félagshúsnæði AÍH í Hafnarfirði.
4.1.1 Brautin hefur gilda gerðarvottun sem hæfir þeim flokki sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.2 Ekið verður Réttsælis um brautina.
4.1.3 Brautin er 850 metra löng
4.2.1 Pitturinn nær frá stjórnstöð og framfyrir félagsheimilið
4.3.1 Parc Fermé er staðsett á bílastæði fyrir framan félagsheimili, afmarkað með rauðum keilum.
4.3.2 Ökutæki sem tekur þátt í úrslitum skal ekið af ökumanni þess beint í Parc Fermé þegar síðustu ferð lýkur.
4.3.2.a Ökutæki sem lýkur keppni án þess að klára sínar ferðir er heimilt að aka beint í pitt.
4.3.3 Ökutæki skulu vera í Parc Fermé í að minnsta kosti 30 mínútur eftir birtingu bráðabirgðaúrslita og þar til dómnefnd ákveður að þau megi yfirgefa svæðið.
4.3.4 Viðgerðir og eldsneytisáfylling eru ekki heimilar í Parc Fermé.
5.1.1 Keppt verður í eftirtöldum flokkum ökutækja :
5.1.1.a
Unglingaflokkur
1000cc flokkur
1400cc flokkur
2000cc flokkur
4x4 non turbo flokkur
Opinn flokkur
5.1.2 Ökutæki sem standast öll skilyrði þess flokks sem þau eru skráð í eru gjaldgeng í keppninni.
6.1 Engin takmörk eru sett á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppni.
6.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
6.3 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.akis.is.
6.4 Skráningu lýkur þann 14. maí 2021 23:59
6.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
6.6 Almennt skráningargjald er kr. 16.000
6.6a Unglingaflokkur greiðir 8.000 með sérstökum afsláttarkóða
6.7 Skráning og greiðsla keppnisgjalds felur í sér:
6.7.1 þátttökurétt í keppninni;
6.7.2 keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS, ef við á.
6.8 Leyfður fjöldi aðstoðarmanna er 1 fyrir hvern skráðan keppnisbíl (v. Covid)
6.8.1 Fari fjöldi skráðra keppanda samanlagt í öllum flokkum yfir 25 þarf að skoða það sérstaklega hvort hægt verði að halda keppnina vegna samkomutakmarkana.
6.8.2 Verði tilslakanir á sóttvarnarreglum vegna covid-19 fyrir keppnisdag verður fjölgað leyfðum aðstoðarmönnum með hverju liði, verður það þá auglýst sérstaklega á auglýsingatöflu keppninnar.
7.1 Öll skráningarskyld ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu.
7.2 Óskráð ökutæki eru ábyrgðartryggð á vegum keppnishaldara.
7.3 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
8.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
8.1.1 Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
8.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.
8.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
8.3.1 Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
8.1 Öll ökutæki skulu bera virkan MyLaps tímatökusendi fyrir bíla á meðan á keppni stendur.
8.1.a Keppendur sem eiga ekki slíkan búnað geta leigt hann af keppnishaldara á 3.000kr, pr. keppni
8.2 Það er á ábyrgð keppanda að koma tímatökusendinum fyrir á ökutæki sínu og tryggja að hann virki og falli ekki af því á meðan á keppni stendur.
8.3 Falli tímatökusendir af ökutæki eða hætti hann að virka er yfirstandandi tímatöku lokið hjá því ökutæki.
10.1.1 Öll ökutæki sem standast skoðun á keppnisdegi fá heimild til að ræsa.
10.2.1 Ræsing fer fram á eftirfarandi tímum og með tilgreindri högun:
10.2.1.a Tímatökur Kl:10:00 Ræst á ferð án fylgdarbíls.
10.2.1.b Ræsing í fyrsta riðil 13:00 Ræst úr kyrrstöðu
GREIN 10.3 RÖÐ OG AFSTAÐA ÖKUTÆKJA VIÐ RÆSINGU
10.3.1 Keppnisstjóri ákveður röð ökutækja / keppnisflokka við ræsingu á æfingu.
10.3.2 Röð ökutækja við ræsingu í 1.heat ræðst af grein 3.6.2 í rallycross reglum.
10.3.2.a Flokkar eru keyrðir til enda í þessarri röð: Unglingar, 1000cc, 1400cc,2000cc,4x4 og opinn flokkur
10.3.3 Vél ökutækja skal í öllum tilfellum vera í gangi við ræsingu.
11.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma sem auglýstur er í dagskrá og sitja hann allan. Forráðamaður skal fylgja unglingi á þennan fund.
11.1.1 Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
11.2 Keppendur og ökumenn skulu þekkja og virða reglur um merkjagjöf í viðauka H við Reglubók FIA, grein 2.5.
11.3 Upplýsingatafla keppninnar er rafræn og aðgengileg á vefnum á slóðinni http://skraning.akis.is/keppni/281 .
11.3.1 Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til þeirra þar til keppni lýkur.
11.4 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
11.5 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
11.5.1 Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
11.5.2 Reglur AKÍS um dróna.
12.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um rallycross.
12.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
12.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og stigavörður hefur tekið þau saman og afhent dómnefnd.
12.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur lokið störfum.
13.1 Verðlaun verða veitt, í öllum flokkum, fyrir 1., 2. og 3. sæti í lokaúrslitum.
14.1.1 Dómnefnd skipa Aðalsteinn Símonarson, sem jafnframt er formaður hennar, Kristinn Snær Sigurjónsson og Sigurður Arnar Pálsson.
14.2.1 Keppnisstjóri er Linda D.Jóhannsdóttir.
14.2.2 Skoðunarmenn eru: Hilmar B.Þráinsson og Ari H.Hjaltason.
14.2.3 Öryggisfulltrúi er Ari H.Hjaltason.
14.2.4 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni þar sem gert er ráð fyrir að kalla til sjúkrabíl komi upp atvik sem krefjast sérhæfðrar sjúkra- eða læknisaðstoðar við keppendur, ökumenn, starfsfólk eða áhorfendur.
14.2.4.a Almenn verkefni sem telja mætti eðlilegt að sjúkrafulltrúi annaðist falla undir öryggisfulltrúa.
14.2.5 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
14.2.6 Sóttvarnarfulltrúi er Berglind Björnsdóttir
14.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
14.3.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
14.3.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
14.3.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild eiga að slysi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
14.3.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
14.4.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgegni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
14.5.1 Nöfn og staða staðreyndadómara verða birt á upplýsingatöflu keppninnar.
Skipuleggjandi: AÍH
Keppnisgjald: 16000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 500 kr.-
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Arnar Freyr Árnason | AÍFS | 78 |
2 | Arnar Már Árnason | AÍH | 60 |
3 | Guðríður Ósk Steinarsdóttir | AÍH | 56 |
4 | Heiða Karen Fylkisdóttir | AÍH | 47 |
5 | Kristján Örn Aðalbjörnsson | AÍH | 46 |
6 | Sindri Már Axelsson | AÍH | 19 |
7 | Óliver Örn Jónasson | AÍH | 3 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Birgir Kristjánsson | AÍH | 88 |
2 | Vikar Karl Sigurjónsson | AÍH | 68 |
3 | Sverrir Snær Ingimarsson | AÍH | 64 |
4 | Sigurbjörg Björgvinsdóttir | AÍH | 39 |
5 | Guðmundur Örn Þorsteinsson | AÍH | 0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Agnar Freyr Ingvason | AÍH | 81 |
2 | Ólafur Tryggvason | AÍH | 70 |
3 | Tryggvi Ólafsson | AÍH | 60 |
4 | Magnús Vatnar Skjaldarson | AÍH | 51 |
5 | Þröstur Jarl Sveinsson | AÍH | 29 |
6 | kristinn Einarsson | AÍH | 26 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Steinar Nòi kjartansson | AÍH | 83 |
2 | Jóhannes Reginn karlsson | AÍH | 68 |
3 | Erlendur Örn Ingvason | AÍFS | 36 |
4 | Guðmundur Elíasson | AÍH | 0 |
5 | Tomasz Styczynski | AÍH | 0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Hilmar Pétursson | AÍFS | 86 |
2 | Arnar Elí Gunnarsson | AÍH | 73 |
3 | Andri Svavarsson | AÍFS | 49 |
4 | Sævar Þór Snorrason | AÍFS | 48 |
5 | Konrad Kromer | AÍH | 35 |
6 | Gísli Björn Rúnarsson | TK | 32 |
7 | Rakel Ósk Einarsdóttir | AÍH | 24 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Emil Þór Reynisson | AÍH | 88 |
2 | Jóhann Ingi Fylkisson | AÍH | 80 |
3 | Titas Kauneckas | AÍH | 63 |
4 | Björgólfur Bersi Kristinsson | AÍH | 63 |
5 | Jóhann Bjarki Jónsson | KK | 47 |
6 | Daníel Jökull Valdimarsson | BÍKR | 43 |
7 | Bergþóra Káradóttir | AÍFS | 43 |
8 | Elmar Sveinn Einarsson | AÍH | 38 |
9 | Anton Orri Gränz | AÍH | 35 |
10 | Gabríel Ægir Vignisson | AÍH | 32 |
11 | Sara Rún Hilmarsdóttir | AÍH | 27 |
12 | Kristinn Örn Jakobsson | TK | 26 |
13 | Ólafía Kristín Helgadóttir | AÍH | 18 |
14 | Einar Baldur Jónsson | KK | 18 |
15 | Sara Máney Hauksdóttir | AÍH | 12 |