Laugardagur 2 júlí - Skrángin hefst. Tímaáætlun og leiðarlýsing birt með fyrirvara um ófyrirsjánlegar breytingar. Keppnisgjald er kr 27.500 - per ökumann. Alls kr 55.000 á áhöfn.
Engin starfsmannakvöð er í þessari keppni. Keppendur greiða viðbókargjald til AKÍS vegna keppnisskírteina og verða að auki að hafa greitt félagsgjald í akstursíþróttafélagi sínu.
Laugardagur 2 júlí - Reglur um könnun sérleiða (leiðarskoðun) taka gildi. Tilkynna þarf fyrirfram um leiðarskoðun með tölvupósti á netfangið ljomarally@gmail.com þar komi fram hvenær áhöfn hyggst leiðarskoða, svo og númer, litur, og gerð skoðunarbifreiðar. Heimilt er hverri áhöfn að fara tvær ferðir (í hvorra átt) um hverja sérlleið. Gæta skal varúðarog virða umferðareglur. Brotum á framangeindu verður vísað til dómnefndar
Sunnudagur 17 júlí - Skráningu lýkur kl 22:00
Mánudagur 18 júlí - Rásröð birt kl 22:00
Fimmtudagur 21 júlí - Starfsmannafundur kl 20:00 - Vélaval í Varmahlíð
Föstudagur 22 júlí - Keppnisskoðun kl 18:00 við vélaval í Varmahlíð áhafnir fyrstu tíu bíla í rásröð mæta kl 18:00. Áhafnir þeirra bíla sem eru nr 11 eða síðar í rásröð mæta kl 19:00.
Föstudagur 22 júlí - Fundur með keppendum kl 20:00 Vélaval í Varmahlíð
Laugardagur 23 júlí - Skoðun keppnistækja sem fengið hafa athugasemdir við keppnisskoðun (Ef þarf) kl 07:00. Vélaval í Varmahlíð
Laugardagur 23 júlí - Park fermé keppnistækja við Vélaval í Varmahlíð kl 07:30 - 07:45.
Laugardagur 23 júlí - Ræsing kl 08:00 Vélaval í Varmahlíð
Laugardagur 23 júlí - Endamark við Vélaval í Varmahlíð kl 15:00. Bráðabirgðaúrslit kynnt. Kærufrestur hefst.
Laugardagur 23 júlí - Verðlaunaafhending stundvíslega kl 20:30. Miðgarður í Varmahlið Verðlaunaafhending er öllum opin.
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Stjórnstöð keppninnar verður í Vélaval í Varmahlíð á meðan á keppni stendur.
Merkingar þjónustubifreiða: Keppendur merki þjónustubifreiðar (service) á keppnisdegi með rásnúmeri viðkomandi áhafnar. Merkja skal með áberandi hætti t.d. í hliðarrúður.
Keppnisstjóri og tengiliður keppenda: Heiða Björg Friðjónsdóttir, s: 863 8045, netfang: heidafr@gmail.com
Skoðunarmaður: Þórarinn Þórsson, s: 893 2021, netfang: diddi.thorsson@gmail.com
Öryggisfulltrúi: Ari Halldór Hjaltason, s: 772 6862.
Dómnefnd:
Sigfús Þór Sigurðsson, formaður s: 776 6448, netfang: sigfus87@gmail.com
Hrefna Gerður Björnsdóttir, s: 861 9837, netfang: hrefna.gerdur@gmail.com
Kristinn Snær Sigurjónsson, s: 856 4871, netfang: tinni777@gmail.com
Umhverfisfulltrúi: Guðmundur Kr. Sigurbjörnsson, s: 892 4677.
Birt með fyrirvara um villur og ófyrirsjáanlegar breytingar.
----------------------------------- O O O -----------------------------------
Að keppni lokinni:
Formaður Bílaklúbbs Skagafjarðar varð óvænt sextugur á þessu ári! Því verður fagnað í Miðgarði í Varmahlíð laugardagskvöldið 23. júlí. Starfsfólki, keppendum og þjónustuliðum í Ljómarallý býðst að taka þátt í afmælisgleðinni með öðrum afmælisgestum. Þar sem ekki er um opinn viðburð að ræða þurfa allir að skrá sig, nafn og símanúmer á netfangið km@simnet.is, sem fyrst, svo dyraverðirnir þekki gesti frá öðrum. Því fyrr því betra en lokadagur er föstudagur 22. júlí.
Gleðin hefst strax að lokinni verðlaunaafhendingu. Sniglabandið hendir í gott ball frá kl. 22-02. Aldurstakmark er 18 ár, en 16 -18 ára eru velkomnir í fylgd með forráðamanni.
Það verður ánægjulegt að hittast og skemmta sér vel og fallega saman.
Hittumst hress og kát!
BS
Viðburðarstjóri: Heiða Friðjónsdóttir
Öryggisfulltrúi: Ari Halldor Hjaltsson
Skoðunarmaður: Þórarinn K. Þórsson
Formaður dómnefndar: Sigfús Þór Sigurðsson
Dómnefnd 1: Hrefna Gerður Björnsdóttir
Dómnefnd 2: Kristinn Snær Sigurjónsson
23. júlí 2022 kl: 08:00
Sérleiðir í rally
Lýsing:
Rally
Íslandsmeistaramót - 3. umferð
Skráning hefst: 3. júlí 2022 kl: 22:00
Skráningu lýkur: 17. júlí 2022 kl: 22:00
Flokkur A
Flokkur B
Flokkur C
Flokkur E - Eindrif-X
Flokkur J - Jeppaflokkur
Dómnefnd staðfestir að bráðabirgðaúrslit í upplýsingar töflu 11 séu lokaúrslit.
Engar kærur bárust og dómnefnd heimilar Keppnisstjóra að veita verðlaun fyrir 3 umferð Íslandsmótsins í Rally þann 23.07.2022
Fyrir hönd dómnefndar
Sigfús Þór Sigurðsson - formaður
Guðmundur Örn Þorsteinsson
Hrefna Gerður Björnsdóttir
Allar áhafnir hafa lokið síðustu sérleið, keppnisstjóri hefur afhent dómnefnd bráðarbirgðarúrslit.
Dómnefnd hefur heimilt keppnistjóra að birta úrslit Ljómarallsins.
Í viðhengi er bráðabirgðarúrslit keppnarinnar.
Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kæru skv. grein 13 í Reglubókinni.
Kærufrestur hefst hér með.
Keppnisstjóri Heiða Friðjónsdóttir
Hala niður viðhengi
Hér má sjá staðreyndadómara keppninnar ásamt stöðu þeirra og staðsetningu.
Nafn Staða Staðsetning
Jón Anton Valdimarsson Brautarstjóri – 00
Gunnar Tjörvi Ingimarsson Undanfari -00
Hlöðver Baldursson Undanfari – 0
Jón Óskar Hlöðversson Undanfari – 0
Linda Dögg Jóhannsdóttir Tímavörður Mælifellsdalur I, III
Einar Ólason Tímavörður Mælifellsdalur I, III
Guðmundur S. Guðmundsson Tímavörður Mælifellsdalur I, III
Kjartan Hlíðar Halldórsson Timavörður Mælifellsdalur I, III
Guðmundur Sigurbjörnsson Timavörður Mælifellsdalur II, IV
Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson Tímavörður Mælifellsdalur II, IV
Hrefna Björg Björnsdóttir Tímavörður Mælifellsdalur II, IV
Skarphéðinn Kr. Stefánsson Tímavörður Mælifellsdalur II, IV
Viðar Vilhjálmsson Tímavörður Vesturdalur I
Eyþór Jónatansson Tímavörður Vesturdalur I
Guðmundur Guðlaugsson Tímavörður Vesturdalur I
Páll Halldór Halldórsson Tímavörður Vestudalur II
Kristín G. Ingimundardóttir Tímavörður Vestudalur II
Jóhannes Jóhannesson Tímavörður Vestudalur II
Ragnhildur Ólafsdóttir Tímavörður Vestudalur II
Stefán Valur Jónsson Eftirfari
Baldur Ingi Baldursson Eftirfari, sjúkraflutningamaður
Keppendur eru áminntir um að á ferjuleiðum gildir lögbundinn hámarkshraði.
Af gefnu tilefni þá vil ég taka fram að bæði skoðun og keppendafundur fer fram við Vélaval í Varmahlíð.
Bílaklúbbur Skagafjarðar ákvað að bæta við verðlaunum og verður maður keppninnar valinn eftir daginn.
Dómnefnd fyrir valið samanstendur af
Að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa áhrif á þetta val með öllum tiltækum ráðum ;)
Til að fyrirbyggja allan misskiling þá er orðið maður íslenska tegundarheitið yfir Homo Sapiens og innifelur konur, karla og alls konar fólk.
Vélaval í Varmahlíð, sem leggur okkur til aðstöðu fyrir stjórnstöð og skoðanir, fór fram á að mega setja auglýsingu á bílana. Það var samþykkt.
Auglýsingin er 8x18 cm að stærð og verður afhent af keppnisstjóra við skoðun.
Í viðhengi má sjá rásröð fyrir Ljómarallið.
Hala niður viðhengi
Breyting á dómnefnd.
Í stað Kristins Snæs Sigurjónssonar kemur;
Guðmundur Örn Þorsteinsson; s. 659 6938, netfang: rallygummi@gmail.com
Þessi upplýsingarskýrsla er framhald af leiðarlýsingu sem var í upplýsingarskýrslu 2.
Hala niður viðhengi
Í viðhengi er leiðarlýsing vegna ljómarallsins sem verður laugardaginn 23 júlí.
Hala niður viðhengi
Í viðhengi má sjá tímamaster fyrir Ljómarallið sem verður haldið laugardaginn 23 júlí í Skagafirði.
Hala niður viðhengi1.1 Keppnin heitir Ljómarallý í Skagafirði.
1.2 Keppt er í Rally eins og það er skilgreint í keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir Rally.
1.3 Keppnin fer fram á sérleiðum í Skagafirði og nágrenni 23. júlí 2022. Ræst verður kl: 08:00.
1.4 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir Rally og þessum sérreglum.
1.5 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður.
1.6 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti tíu skráningar.
2.1 Keppnishaldari er Bílaklúbbur Skagafjarðar.
3.1 Framkvæmdanefnd/keppnisstjórn keppninnar skipa Heiða Björg Friðjónsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson og Jón Anton Valdimarson.
3.1.1 Formaður framkvæmdanefndar/keppnisstjóri er: Heiða Björg Friðjónsdóttir.
3.2 Framkvæmdanefnd/keppnisstjórn er til heimilis í Vélavali í Varmahlíð á meðan á keppni stendur.
3.3 Sími framkvæmdanefndar/keppnisstjórnar er 863 8045.
3.4 Netfang framkvæmdanefndar/keppnisstjórnar er ljomarally@gmail.com.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
4.1 Heildin
4.2 Flokkur A
4.3 Flokkur B
4.4 AB Varahlutaflokkur
4.5 Jeppaflokkur
4.6 Eindrif X
5.1 Engin takmörk eru á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppninnar.
5.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS á vefslóðinni: http://skraning.akis.is
5.3 Skráning hefst 2. júlí 2022.
5.4 Skráningu lýkur þann 2022-07-17 22:00:00.
5.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
5.6 Almennt keppnisgjald (skráningargjald) er kr. 28.500 per/ökumann.
5.6.a Skráningargjald skal greitt í gegnum rafræna skráningarformið á vef AKÍS um leið og skráð er til keppni.
5.6.b Innifalið í keppnisgjaldi er:
5.6.b.i þátttökuréttur í keppninni.
5.6.b.ii keppnisskírteini keppanda og áhafnar, útgefið af AKÍS, ef við á.
5.7. Keppendur/áhafnir skulu sýna staðfestingu á greiðslu félagsgjalds til viðkomandi akstursíþróttafélags við keppnisskoðun.
6.1 Öll ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu.
6.2 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
7.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
7.1.a Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
7.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 7.1 við keppnisskoðun og vera reiðubúnir að framvísa því meðan á keppni stendur.
7.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
7.3.a Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
8.1 Opinber upplýsingatafla keppninnar er staðsett í Vélaval í Varmahlíð á meðan á keppni stendur. Jafnframt verður stafræn upplýsingatafla á slóðinni http://skraning.akis.is/keppni/upplysingatafla/347 .
8.1.a Á báðum þessum töflum verða birtar allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft að miðla til þeirra þar til keppni lýkur.
9.1 Keppendur og að minnsta kosti einn úr hverri áhöfn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma sem auglýstur er í dagskrá og sitja hann allan.
9.1.a Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
9.2 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
10.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um rallý.
10.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
10.3 Bráðabirgðaúrslit verða birt á upplýsingatöflu keppninnar samkvæmt tímaáætlun.
10.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur lokið störfum.
11.1 Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti yfir heildina.
11.1.a Fyrstu, önnur og þriðju verðlaun verða veitt fyrir AB varahlutaflokk.
11.1.b Fyrstu, önnur og þriðju verðlaun verða veitt fyrir Jeppaflokk, Eindrifsflokk og B flokk ef skáðir þátttakendur í viðkomandi flokk eru fimm eða fleiri.
11.1.c Veitt verða fyrstu verðlaun fyrir Jeppaflokk, Eindrifsflokk og B flokk ef skráðir þátttakendur í viðkomandi flokk eru þrír eða fjórir.
12.1.1 Dómnefnd skipa Sigfús Þór Sigurðsson, sem jafnframt er formaður hennar, Hrefna Gerður Björnsdóttir og Kristinn Snær Sigurjónsson.
12.2.1 Keppnisstjóri og formaður framkvæmdanefndar er Heiða Björg Friðjónsdóttir.
12.2.2 Brautarstjóri er Jón Anton Valdimarsson.
12.2.3 Skoðunarmaður er Þórarinn K. Þórsson.
12.2.4 Öryggisfulltrúi er Ari Halldor Hjaltsson.
12.2.5 Sjúkrafulltrúi er Baldur Ingi Baldursson
12.2.6 Umhverfisfulltrúi er Guðmundur Kr Sigbjörnsson.
12.2.7 Starfsmannastjóri er Heiða Björg Friðjónsdóttir
12.2.8 Tengiliður keppenda er Heiða Björg Friðjónsdóttir
12.3.1 Nöfn og staða staðreyndadómara verða birt á upplýsingatöflu keppninnar.
13.1 Tilkynna þarf fyrirfram um leiðaskoðun með tölvupósti á netfangið: ljomarally@gmail.com , þar komi fram hvenær áhöfn hyggst leiðaskoða, svo og númer, litur og gerð skoðunarbifreiðar.
13.1.1 Heimilt er hverri áhöfn að fara tvær ferðir (í hvora átt) um hverja sérleið. Gæta skal varúðar og virða umferðarreglur.
13.1.2 Brotum á ákvæðum um könnun sérleiða/leiðaskoðun 13.1, 13.1.1, verður vísað til dómnefndar.
14.1 Viðgerðabann er eftir sérleið nr. 5, Vesturdal 1. Milli sérleiða 5 og 6 er því viðgerðabann.
14.1.1 Um viðgerðir keppnistækja fer að öðru leiti eftir því sem fram kemur í keppnisreglum AKÍS fyrir rallý og Reglubók FIA.
15.1 Sérleið 6 - Vesturdalur 2 er ofurleið í Ljómarallý í Skagafirði.
Skipuleggjandi: BS
Keppnisgjald: 27500 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 500 kr.-
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 |
Daníel Sigurðarson
Aðst: Ásta Sigurðardóttir |
BÍKR BÍKR |
23 |
2 |
Gunnar Karl Jóhannesson
Aðst: Ísak Guðjónsson |
AKÍS BÍKR |
17 |
3 |
Sigurður Bragi Guðmundsson
Aðst: Valgarður Davíðsson |
BÍKR BÍKR |
12 |
4 |
Óskar Sólmundarsson
Aðst: Garðar Haukur Gunnarsson |
AÍFS AÍFS |
10 |
5 |
Guðni Freyr Ómarsson
Aðst: Daniel Victor Herwigsson |
BÍKR BÍKR |
8 |
6 |
Birgir guðbjörnsson
Aðst: Daníel Jökull Valdimarsson |
AÍH AÍH |
6 |
7 |
Sigurður Arnar Pálsson
Aðst: Bergþóra Káradóttir |
AÍFS AÍFS |
5 |
8 |
Sigurjón Árni Pálsson
Aðst: Brynjar Hróarsson |
AÍH AÍH |
3 |
9 |
Halldór Víkingur Guðbrandsson
Aðst: Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson |
BÍKR BÍKR |
2 |
10 |
Baldur Haraldsson
Aðst: Katrín María Andrésdóttir |
BS BS |
0 |
11 |
Jósef Heimir Guðbjörnsson
Aðst: Sævar Sigtryggsson |
BÍKR BÍKR |
0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 |
Baldur Haraldsson
Aðst: Katrín María Andrésdóttir |
BS BS |
0 |
2 |
Sigurður Bragi Guðmundsson
Aðst: Valgarður Davíðsson |
BÍKR BÍKR |
0 |
3 |
Gunnar Karl Jóhannesson
Aðst: Ísak Guðjónsson |
AKÍS BÍKR |
0 |
4 |
Daníel Sigurðarson
Aðst: Ásta Sigurðardóttir |
BÍKR BÍKR |
0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 |
Sigurður Arnar Pálsson
Aðst: Bergþóra Káradóttir |
AÍFS AÍFS |
0 |
2 |
Jósef Heimir Guðbjörnsson
Aðst: Sævar Sigtryggsson |
BÍKR BÍKR |
0 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 |
Óskar Sólmundarsson
Aðst: Garðar Haukur Gunnarsson |
AÍFS AÍFS |
23 |
2 |
Guðni Freyr Ómarsson
Aðst: Daniel Victor Herwigsson |
BÍKR BÍKR |
17 |
3 |
Birgir guðbjörnsson
Aðst: Daníel Jökull Valdimarsson |
AÍH AÍH |
13 |
4 |
Halldór Víkingur Guðbrandsson
Aðst: Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson |
BÍKR BÍKR |
10 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 |
Sigurjón Árni Pálsson
Aðst: Brynjar Hróarsson |
AÍH AÍH |
0 |